Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:41 Þeir brosa sínu breiðasta Xi Jingping forseti Kína og Vladimir Putin forseti Rússlands. En hagsmunir þeirra eru í raun um margt ólíkur. Xi vill tryggja belti og braut með samgöngum í gegnum Rússland en Putin þarf fyrst og fremst á hernaðaraðstoð að halda. AP/Mikhail Tereshchenko Forsetar Kína og Rússlands hafa talað almennt um að efla samskipti þjóðanna á fundi símum í Moskvu í dag en ekkert hefur komið fram um hernaðaraðstoð. Rússar eru mun háðari Kína en áður á ýmsum sviðum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Xi Jinping sem nýlega tryggði sér þriðja kjörtímabilið í embætti forseta Kína kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Nú þegar Rússar eiga fáa volduga vini skipta samskiptin við Kína meira máli en nokkru sinni fyrr en ólíkt því sem oftast var á áratugum áður er Kína sterkari aðilinn í þessum samskiptum. Rússar flytja þessa dagana út olíu og gas til Kína á mun lægra verði en þeir fengu áður fyrir þessa orkugjafa í Evrópu. Í morgun fundaði Xi fyrst með Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands sem var hástemmdur í yfirlýsingum um hlutverk þjóðanna í alþjóðasamfélaginu. „Samband okkar er betra en nokkru sinni fyrr í aldagamalli sögu okkar og það hefur áhrif á mótun alþjóðlegra stefnumála með rökréttri margpólun,“ sagði Mishustin og vísaði þar til þeirrar kalda stríðs heimssýnar Putins um að veröldinni væri stjórnað af nokkrum megin pólum þar sem Rússland væri einn póllinn. Xi Jingping hefur boðið Putin að koma á þriðju fjölþjóðaráðstefnu Kínverja um belti og braut síðar á þessu ári.AP/Alexey Maishev Xi lagði hins vegar áherslu á að hann hefði boðið Putin til að sækja síðar á þessu ári þriðja fjölþjóðafund Kínverja um belti og braut áætlun þeirra sem gengur út á að styrkja samgöngur Kína á landi í loft og á sjó. Þar leggur Xi áherslu álestarsamgöngur í gegnum Rússland og siglingarleiðina norður fyrir Rússland sem og hafnaraðstöðu. „Á meðan á heimsókn minni stendur munum við Pútín forseti fara ítarlega yfir þann árangur sem náðst hefur með þróun tvíhliða sambands okkar. Við munum einnig yfirfara áætlanir um samvinnu okkar í framtíðinni,“ sagði Xi. Samskipti Rússa og Kínverja allt frá kínversku byktingunni árið 1949 hefur verið upp og ofan en lengst af voru Sovétríkin sterkari aðilinn. Nú eru Kínverjar hins vegar mun voldugri en Rússar.AP/Grigory Sysoyev Leiðtogarnir sjálfir mættust síðan eftir dramtíska göngu í átt til hvors annars í miklum salarkynnum Kremlar. Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert komið fram um það sem Putin þráir mest; hernaðarlegan stuðning Kínverja við blóðuga innrás Putins í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Putin sagði Xi að Rússa hefðu skoðað friðartillögur Kínverja varðandi Úkraínu vandlega. Valdimir Putin segir Rússa taka friðartillögur Kína vegna stríðsins í Úkraínu mjög alvarlega.AP/Sergei Karpukhin „Við vitum að þú gengur út frá meginreglunni um réttlæti og virðingu við grunnákvæði alþjóðalaga um órjúfanlegt öryggi fyrir öll ríki,“ sagði Putin. Rússar bæru mikla virðingu fyrir friðarumleitunum Kínverja. En svo kom lýsingin á því hlutverki sem Putin sér Rússa gegna í alþjóðakerfinu. „Almennt stuðla samskipti okkar á alþjóðavettvangi auðvitað að því að styrkja grunnreglur um skipan mála í heiminum og margpólun,“ sagði Vladimir Putin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Tengdar fréttir Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57 Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Xi Jinping sem nýlega tryggði sér þriðja kjörtímabilið í embætti forseta Kína kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Nú þegar Rússar eiga fáa volduga vini skipta samskiptin við Kína meira máli en nokkru sinni fyrr en ólíkt því sem oftast var á áratugum áður er Kína sterkari aðilinn í þessum samskiptum. Rússar flytja þessa dagana út olíu og gas til Kína á mun lægra verði en þeir fengu áður fyrir þessa orkugjafa í Evrópu. Í morgun fundaði Xi fyrst með Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands sem var hástemmdur í yfirlýsingum um hlutverk þjóðanna í alþjóðasamfélaginu. „Samband okkar er betra en nokkru sinni fyrr í aldagamalli sögu okkar og það hefur áhrif á mótun alþjóðlegra stefnumála með rökréttri margpólun,“ sagði Mishustin og vísaði þar til þeirrar kalda stríðs heimssýnar Putins um að veröldinni væri stjórnað af nokkrum megin pólum þar sem Rússland væri einn póllinn. Xi Jingping hefur boðið Putin að koma á þriðju fjölþjóðaráðstefnu Kínverja um belti og braut síðar á þessu ári.AP/Alexey Maishev Xi lagði hins vegar áherslu á að hann hefði boðið Putin til að sækja síðar á þessu ári þriðja fjölþjóðafund Kínverja um belti og braut áætlun þeirra sem gengur út á að styrkja samgöngur Kína á landi í loft og á sjó. Þar leggur Xi áherslu álestarsamgöngur í gegnum Rússland og siglingarleiðina norður fyrir Rússland sem og hafnaraðstöðu. „Á meðan á heimsókn minni stendur munum við Pútín forseti fara ítarlega yfir þann árangur sem náðst hefur með þróun tvíhliða sambands okkar. Við munum einnig yfirfara áætlanir um samvinnu okkar í framtíðinni,“ sagði Xi. Samskipti Rússa og Kínverja allt frá kínversku byktingunni árið 1949 hefur verið upp og ofan en lengst af voru Sovétríkin sterkari aðilinn. Nú eru Kínverjar hins vegar mun voldugri en Rússar.AP/Grigory Sysoyev Leiðtogarnir sjálfir mættust síðan eftir dramtíska göngu í átt til hvors annars í miklum salarkynnum Kremlar. Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert komið fram um það sem Putin þráir mest; hernaðarlegan stuðning Kínverja við blóðuga innrás Putins í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Putin sagði Xi að Rússa hefðu skoðað friðartillögur Kínverja varðandi Úkraínu vandlega. Valdimir Putin segir Rússa taka friðartillögur Kína vegna stríðsins í Úkraínu mjög alvarlega.AP/Sergei Karpukhin „Við vitum að þú gengur út frá meginreglunni um réttlæti og virðingu við grunnákvæði alþjóðalaga um órjúfanlegt öryggi fyrir öll ríki,“ sagði Putin. Rússar bæru mikla virðingu fyrir friðarumleitunum Kínverja. En svo kom lýsingin á því hlutverki sem Putin sér Rússa gegna í alþjóðakerfinu. „Almennt stuðla samskipti okkar á alþjóðavettvangi auðvitað að því að styrkja grunnreglur um skipan mála í heiminum og margpólun,“ sagði Vladimir Putin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Tengdar fréttir Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57 Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14