Leikmenn sem gætu verið bestir í þeirri Bestu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2023 09:00 Verður einhver af þessum leikmönnum valinn besti leikmaður Bestu-deildar karla? grafík/hjalti Tæpur mánuður er þar til keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný. En hvaða leikmenn eru líklegir til að vera valdir bestu leikmenn Bestu deildarinnar? Vísir fer yfir tíu kandítata til þeirra verðlauna. Frederik Schram (Valur) Frederik spilaði frábærlega eftir að hann kom inn í lið Vals um mitt síðasta tímabil. Búast má við því að sumarið í ár verði enn betra hjá sjö landsleikja manninum. Lið undir stjórn Arnars Grétarssonar fá ekki mörg mörk á sig og Valur hefur gert gott betur í Lengjubikarnum og ekki fengið á sig mark þar. Það er enginn hægðarleikur fyrir andstæðinga Vals að komast í gegnum sterka vörn liðsins og þegar það tekst þarf að finna leiðina framhjá hinum stóra og stæðilega Frederik sem er hægara sagt en gert. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Fyrirliði Íslandsmeistarana átti stórgott tímabil í fyrra og virðist geta orðið enn betri. Hefur spilað sem hægri bakvörður síðustu ár en það er bara á pappírnum. Hann er úti um allt og getur spilað tvær til þrjár stöður í sama leiknum. Gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Breiðabliks, óhemju duglegur og klókur fótboltamaður. Var valinn besti ungi leikmaðurinn 2015. Fær hann stóru einstaklingsverðlaunin í lok sumars? Dusan Brkovic (KA) KA-menn duttu heldur betur í lukkupottinum þegar þeir fengu Dusan fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hann ekki bara verið einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar heldur einn besti leikmaður hennar heilt yfir. Serbinn er gríðarlega yfirvegaður, skynsamur, hraustur og gerir allt til að verja markið sitt. Er vissulega kominn á seinni hluta ferilsins (34 ára) en virðist ekkert gefa eftir og ætti að geta nýst KA áfram vel. Aron Jóhannsson (Valur) Enginn leikmaður í Bestu deildinni er með viðlíka ferilskrá og Aron. Hann hefur spilað á HM og verið í hópi markahæstu manna í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Meiðsli hafa hins vegar gert þessum hæfileikaríka leikmanni erfitt fyrir og haldið honum frá keppni löngum stundum. Aron spilaði tuttugu leiki með Val á síðasta tímabili og skoraði sjö mörk. Vonandi fyrir hann, Val og alla fótboltaunnendur verða leikirnir fleiri í sumar. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Stuðulinn á að Jason verði næsti leikmaðurinn í Bestu deildinni sem verður seldur í atvinnumennsku er ekkert rosalega hár. Jason var frábær á hægri kantinum í meistaraliði Breiðabliks á síðasta tímabili, skoraði ellefu mörk og lagði upp níu og átti auk þess níu hjálparsendingar. Hann gæti orðið enn betri í sumar og það er ekki spurning hvort heldur hvenær Mosfellingurinn reynir fyrir sér í sterkari deild. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Annar leikmaður sem fer að öllum líkindum út í atvinnumennsku áður en langt um líður. Danijel kom heim í byrjun síðasta tímabils og gekk í raðir Víkings. Hann fann sig vel í rauðu og svörtu treyjunni og leysti hinar ýmsu stöður hjá bikarmeisturunum. Danijel skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í Bestu deildinni í fyrra og ætlar eflaust að gera betur í þeim efnum í sumar. Gríðarlega skemmtilegur og leikinn framherji. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Kannski besti leikmaður deildarinnar sem leikur ekki með toppliðunum. Eiður varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018 en sneri aftur til Eyja fyrir tímabilið 2021. Hjálpaði ÍBV að komast upp úr Lengjudeildinni og svo að halda sér nokkuð þægilega í Bestu deildinni í fyrra. Frábær varnarmaður, snöggur, sterkur í návígum og vel spilandi. Fyrirliði ÍBV og langlanglangmikilvægasti leikmaður liðsins. Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Gísli átti frábært tímabil í fyrra og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var í öðruvísi hlutverki en síðustu ár, spilaði aðeins aftar og var ekki jafn áberandi framarlega á vellinum og oftast áður. Gísli leysti samt þetta nýja hlutverk með miklum bravúr og sýndi enn og aftur hversu öflugur leikmaður hann er. Getur hann tekið enn eitt skrefið fram á við í sumar? Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) Hólmar sneri heim fyrir síðasta tímabil eftir mörg ár í atvinnumennsku og gekk í raðir Vals. Byrjaði ágætlega en gaf svo eftir eins og flestir leikmenn Vals. Hólmar ætti að svara fyrir sig í sumar og frammistaðan á undirbúningstímabilinu hefur lofað góðu. Sem fyrr sagði hafa Valsmenn ekki fengið á sig mark í Lengjubikarnum og varnarleikurinn virðist ætla að vera þeirra ær og kýr í sumar. Það ætti að henta Hólmari vel. Patrik Johannesen (Breiðablik) Færeyski framherjinn sló í gegn með Keflavík á síðasta tímabili og skoraði tólf mörk í 22 deildarleikjum. Frammistaða hans vakti meðal annars athygli Íslandsmeistara Breiðabliks sem keyptu hann. Allt bendir til þess að Patrik verði fremsti leikmaður í byrjunarliði Blika og það verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í betra liði og í meiri samkeppni. Besta deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Frederik Schram (Valur) Frederik spilaði frábærlega eftir að hann kom inn í lið Vals um mitt síðasta tímabil. Búast má við því að sumarið í ár verði enn betra hjá sjö landsleikja manninum. Lið undir stjórn Arnars Grétarssonar fá ekki mörg mörk á sig og Valur hefur gert gott betur í Lengjubikarnum og ekki fengið á sig mark þar. Það er enginn hægðarleikur fyrir andstæðinga Vals að komast í gegnum sterka vörn liðsins og þegar það tekst þarf að finna leiðina framhjá hinum stóra og stæðilega Frederik sem er hægara sagt en gert. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Fyrirliði Íslandsmeistarana átti stórgott tímabil í fyrra og virðist geta orðið enn betri. Hefur spilað sem hægri bakvörður síðustu ár en það er bara á pappírnum. Hann er úti um allt og getur spilað tvær til þrjár stöður í sama leiknum. Gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Breiðabliks, óhemju duglegur og klókur fótboltamaður. Var valinn besti ungi leikmaðurinn 2015. Fær hann stóru einstaklingsverðlaunin í lok sumars? Dusan Brkovic (KA) KA-menn duttu heldur betur í lukkupottinum þegar þeir fengu Dusan fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hann ekki bara verið einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar heldur einn besti leikmaður hennar heilt yfir. Serbinn er gríðarlega yfirvegaður, skynsamur, hraustur og gerir allt til að verja markið sitt. Er vissulega kominn á seinni hluta ferilsins (34 ára) en virðist ekkert gefa eftir og ætti að geta nýst KA áfram vel. Aron Jóhannsson (Valur) Enginn leikmaður í Bestu deildinni er með viðlíka ferilskrá og Aron. Hann hefur spilað á HM og verið í hópi markahæstu manna í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Meiðsli hafa hins vegar gert þessum hæfileikaríka leikmanni erfitt fyrir og haldið honum frá keppni löngum stundum. Aron spilaði tuttugu leiki með Val á síðasta tímabili og skoraði sjö mörk. Vonandi fyrir hann, Val og alla fótboltaunnendur verða leikirnir fleiri í sumar. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Stuðulinn á að Jason verði næsti leikmaðurinn í Bestu deildinni sem verður seldur í atvinnumennsku er ekkert rosalega hár. Jason var frábær á hægri kantinum í meistaraliði Breiðabliks á síðasta tímabili, skoraði ellefu mörk og lagði upp níu og átti auk þess níu hjálparsendingar. Hann gæti orðið enn betri í sumar og það er ekki spurning hvort heldur hvenær Mosfellingurinn reynir fyrir sér í sterkari deild. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Annar leikmaður sem fer að öllum líkindum út í atvinnumennsku áður en langt um líður. Danijel kom heim í byrjun síðasta tímabils og gekk í raðir Víkings. Hann fann sig vel í rauðu og svörtu treyjunni og leysti hinar ýmsu stöður hjá bikarmeisturunum. Danijel skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í Bestu deildinni í fyrra og ætlar eflaust að gera betur í þeim efnum í sumar. Gríðarlega skemmtilegur og leikinn framherji. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Kannski besti leikmaður deildarinnar sem leikur ekki með toppliðunum. Eiður varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018 en sneri aftur til Eyja fyrir tímabilið 2021. Hjálpaði ÍBV að komast upp úr Lengjudeildinni og svo að halda sér nokkuð þægilega í Bestu deildinni í fyrra. Frábær varnarmaður, snöggur, sterkur í návígum og vel spilandi. Fyrirliði ÍBV og langlanglangmikilvægasti leikmaður liðsins. Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Gísli átti frábært tímabil í fyrra og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var í öðruvísi hlutverki en síðustu ár, spilaði aðeins aftar og var ekki jafn áberandi framarlega á vellinum og oftast áður. Gísli leysti samt þetta nýja hlutverk með miklum bravúr og sýndi enn og aftur hversu öflugur leikmaður hann er. Getur hann tekið enn eitt skrefið fram á við í sumar? Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) Hólmar sneri heim fyrir síðasta tímabil eftir mörg ár í atvinnumennsku og gekk í raðir Vals. Byrjaði ágætlega en gaf svo eftir eins og flestir leikmenn Vals. Hólmar ætti að svara fyrir sig í sumar og frammistaðan á undirbúningstímabilinu hefur lofað góðu. Sem fyrr sagði hafa Valsmenn ekki fengið á sig mark í Lengjubikarnum og varnarleikurinn virðist ætla að vera þeirra ær og kýr í sumar. Það ætti að henta Hólmari vel. Patrik Johannesen (Breiðablik) Færeyski framherjinn sló í gegn með Keflavík á síðasta tímabili og skoraði tólf mörk í 22 deildarleikjum. Frammistaða hans vakti meðal annars athygli Íslandsmeistara Breiðabliks sem keyptu hann. Allt bendir til þess að Patrik verði fremsti leikmaður í byrjunarliði Blika og það verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í betra liði og í meiri samkeppni.
Besta deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn