Dæmd fyrir brot á lögum gegn þrælahaldi vegna nýrnaviðskipta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 12:49 Beatrice og Sonia mæta fyrir dóm í Lundúnum í febrúar síðastliðnum. Getty/Jonathan Brady Háttsettur stjórnmálamaður frá Nígeríu, eiginkona hans og læknir hafa verið fundinn sek um að hafa borgað manni fyrir að ferðast til Bretlands til að „gefa“ nýra. Dóttir hjónanna, sem átti að fá nýrað, var sýknuð. Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi. Bretland Mannréttindi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi.
Bretland Mannréttindi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira