Dæmd fyrir brot á lögum gegn þrælahaldi vegna nýrnaviðskipta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 12:49 Beatrice og Sonia mæta fyrir dóm í Lundúnum í febrúar síðastliðnum. Getty/Jonathan Brady Háttsettur stjórnmálamaður frá Nígeríu, eiginkona hans og læknir hafa verið fundinn sek um að hafa borgað manni fyrir að ferðast til Bretlands til að „gefa“ nýra. Dóttir hjónanna, sem átti að fá nýrað, var sýknuð. Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi. Bretland Mannréttindi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi.
Bretland Mannréttindi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira