Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 14:35 Rússneskir stríðsfangar í Úkraínu. Getty/Mykhaylo Palinchak Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna