„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 19:30 Yngvi Snær Bjarnason var að tefla heima hjá sér þegar hann heyrði sprengingu. Stöð 2 „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52