„Örugglega einhverjir til í að ég myndi hætta hjá sambandinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 09:01 Hannes S. Jónsson hefur verið formaður KKÍ í næstum því tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson getur ekki haldið áfram sem bæði formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands eftir að lagabreyting var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins
Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira