Harry og Elton viðstaddir fyrirtöku hópmálssóknar gegn Daily Mail Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 10:58 Það kom mörgum á óvart þegar Harry birtist í Lundúnum í gær en hann hefur ekki komið til Bretlands frá því að Elísabet II var borin til grafar. epa/Neil Hall Harry Bretaprins og Elton John voru meðal viðstaddra þegar dómstóll í Lundúnum tók fyrir hópmálsókn gegn Associated Newspapers, sem á meðal annars og gefur út Daily Mail. Harry og John eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga sem eiga aðild að málsókninni en einnig má efna leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost. Dómstóllinn mun hlýða á málflutning í fjóra daga og ákveða að því loknu hvort málið verður tekið fyrir eða því vísað frá. Lögmenn Associated Press hafa neitað öllum ásökunum á hendur fyrirtækinu og óskað eftir frávísun. David Sherborne, lögmaður sóknaraðilanna, sagði þá alla hafa verið fórnarlömb ólögmætra aðgerða starfsmanna Daily Mail og Mail on Sunday eða útsendara þeirra. Þeir hefðu meðal annars hlustað á skilaboð á símsvörum, hlerað landlínur og beitt ólögmætum aðgerðum til að komast yfir upplýsingar á borð við sjúkrahúsgögn og símreikninga. Brotin hefðu átt sér stað á árunum 1993 til 2011 og mögulega til 2018. Í málsgögnum sem lögð voru fram fyrir hönd Harry er meðal annars fjallað um það tjón sem prinsinn varð fyrir þegar hann fylltist ofsóknarbrjálæði í kjölfar umfjöllunar miðlanna um atriði sem enginn nema nánustu aðstandendur gátu vitað um. Umfjöllunin hefði orðið til þess að skapa vantraust í garð þeirra sem hann treysti áður og valdið vinslitum. Þá var greint frá því fyrir dómnum að landlína John og eiginmanns hans hefði verið hleruð og að það hefði haft djúpstæð áhrif á þá að hugsa til þess að persónuleg samtöl þeirra á milli hefðu verið tekin upp og spiluð af ókunnugum, án tillit til þess hvort blöðin gerðu sér mat úr símtölunum. Hjónin hefðu enn fremur ekki séð fæðingarvottorð fyrsta barnsins síns áður en miðlarnir höfðu komist yfir eintak. Fyrir hönd Hurley sagði Seaborne að brotist hefði verið inn í síma hennar og hlustunarbúnaður settur á glugga á heimili hennar. Þá hefði bifreið Hugh Grant, fyrrverandi kærasta Hurley, verið hleraður. BBC fjallar ítarlega um málið. Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Kóngafólk Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Harry og John eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga sem eiga aðild að málsókninni en einnig má efna leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost. Dómstóllinn mun hlýða á málflutning í fjóra daga og ákveða að því loknu hvort málið verður tekið fyrir eða því vísað frá. Lögmenn Associated Press hafa neitað öllum ásökunum á hendur fyrirtækinu og óskað eftir frávísun. David Sherborne, lögmaður sóknaraðilanna, sagði þá alla hafa verið fórnarlömb ólögmætra aðgerða starfsmanna Daily Mail og Mail on Sunday eða útsendara þeirra. Þeir hefðu meðal annars hlustað á skilaboð á símsvörum, hlerað landlínur og beitt ólögmætum aðgerðum til að komast yfir upplýsingar á borð við sjúkrahúsgögn og símreikninga. Brotin hefðu átt sér stað á árunum 1993 til 2011 og mögulega til 2018. Í málsgögnum sem lögð voru fram fyrir hönd Harry er meðal annars fjallað um það tjón sem prinsinn varð fyrir þegar hann fylltist ofsóknarbrjálæði í kjölfar umfjöllunar miðlanna um atriði sem enginn nema nánustu aðstandendur gátu vitað um. Umfjöllunin hefði orðið til þess að skapa vantraust í garð þeirra sem hann treysti áður og valdið vinslitum. Þá var greint frá því fyrir dómnum að landlína John og eiginmanns hans hefði verið hleruð og að það hefði haft djúpstæð áhrif á þá að hugsa til þess að persónuleg samtöl þeirra á milli hefðu verið tekin upp og spiluð af ókunnugum, án tillit til þess hvort blöðin gerðu sér mat úr símtölunum. Hjónin hefðu enn fremur ekki séð fæðingarvottorð fyrsta barnsins síns áður en miðlarnir höfðu komist yfir eintak. Fyrir hönd Hurley sagði Seaborne að brotist hefði verið inn í síma hennar og hlustunarbúnaður settur á glugga á heimili hennar. Þá hefði bifreið Hugh Grant, fyrrverandi kærasta Hurley, verið hleraður. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Kóngafólk Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“