Þegar raunveruleikinn hentar ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2023 10:30 Mjög skiljanlegt er að það skuli fara illa í einarða Evrópusambandssinna eins og Ole Anton Bieltvedt þegar vakin er athygli á óþægilegum staðreyndir fyrir málstað þeirra. Líkt og versnandi stöðu fámennari ríkja sambandsins þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess eins og ég gerði í grein á Vísir.is nýverið. Velþekkt örþrifaráð við slíkar aðstæður þegar rökin þrjóta er að hafna einfaldlega raunveruleikanum. Vitanlega lýsir slík framganga fyrst og fremst þeim sem kjósa að viðhafa hana. Annað örþrifaráð sem gjarnan er gripið til þegar málefnaleg rök skortir er að fara í manninn í stað þess að halda sig við málefnið. Það segir sig auðvitað sjálft að sé málefnalegum rökum fyrir að fara er alls engin þörf fyrir það að grípa til slíkra óyndisúrræða. Eins og með afneitun raunveruleikans segir slíkt vitanlega mest um þann sem þeim beitir. Til að mynda gerir Ole Anton fremur vandræðalega tilraun í grein á Vísir.is í gær til þess að spyrða mig við öfgamenn og einræðisherra en viðurkennir síðan að ekkert bendi til slíkra tengsla. Hann heldur því fram að ég hafi farið lofsamlegum orðum um bæði Boris Johnson og Donald Trump. Nokkuð sem ég hef aldrei gert. Engin rök eru færð fram enda ekki fyrir að fara. Á sama tíma sakar hann mig um rangfærslur. Hvað grein Oles Antons varðar að öðru leyti hefur henni þegar verið svarað efnislega í grein minni á Vísir.is á dögunum sem hann þó segist vera að svara. Hvet ég fyrir vikið lesendur einfaldlega til þess að kynna sér efni hennar hafi þeir ekki þegar gert það. Full ástæða er engu að síður til þess að þakka Ole Antoni fyrir kærkomið tækifæri til þess að fjalla frekar um þessi mál og fara yfir helztu atriðin í þeim efnum. Ekki sérlega flókin stærðfræði Vægi ríkja við ákvörðunartöku á vettvangi Evrópusambandsins tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda. Þetta á einkum við um ráðherraráðið sem er í raun valdamesta stofnun þess. Um þetta er einfaldlega fjallað á vefsíðu ráðsins. Þar gildir meirihlutinn í langflestum tilfellum miðaður við íbúafjölda í stað einróma samþykkis áður sem heyrir í dag til undantekninga og nær hvorki til orku- né sjávarútvegsmála. Fjögur stærstu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, búa saman yfir 57,7% íbúafjölda Evrópusambandsins og þarf stuðning að minnsta kosti eins þeirra til þess að hægt sé að samþykkja mál í ráðherraráðinu. Til þess að hafa sama vægi og Þýzkaland eitt þarf 17 fámennari ríki sambandsins af 27. Þá geta stærstu ríkin saman stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu en til þess þarf fjögur ríki með 35% íbúafjöldans. Raunar nægir tveimur stærstu ríkjunum, Þýzkalandi og Frakklandi, nánast hvaða tvö önnur ríki til þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið fámennasta ríki sambandsins með 0,08% íbúafjölda þess. Hægt er að skoða vægi einstakra ríkja Evrópusambandsins innan ráðherraráðsins til dæmis í ágætri reiknivél á vefsíðu ráðsins. Þá er einfalt að reikna út vægi Íslands á sama mælikvarða með því að deila íbúafjölda landsins í heildaríbúafjölda sambandsins. Þetta er ekki sérlega flókin stærðfræði. Hvað Evrópusambandsþingið varðar er enn við lýði fyrirkomulag þar á bæ, líkt og ég benti á í greininni minni, þar sem gert er ráð fyrir lágmarksfjölda þingmanna. Þar fengi Ísland sex þingmenn af 705 eins og staðan er í dag sem væri sambærilegt við einungis hálfan þingmann á Alþingi. Deginum ljósara er að slíkt hlutskipti er ekki beinlínis ávísun á teljandi áhrif en í þinginu þarf einungis einfaldan meirihluta atkvæða. Skiptir máli eða skiptir ekki máli? Viðbrögð Oles Antons eru þau að það eina sem máli skipti sé einstaklingurinn við borðið en ekki fjölmennið á bak við hann. Það dugði þó til dæmis Dönum skammt þegar þeir urðu undir í ráðherraráðinu og neyddust til þátttöku í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Eða Írum, stærstu makrílveiðiþjóð sambandsins, þegar þeir mótmæltu makrílsamningi þess við Færeyjar á sínum tíma. Sætið við borðið skipti engu þegar upp var staðið. Forseti Evrópusambandsþingsins, Roberta Metsola, kemur vissulega frá Möltu líkt og Ole Anton nefnir en gegnir hins vegar ekki því embætti sem fulltrúi heimalands síns heldur þingflokksins sem hún tilheyrir í þinginu, European Poople’s Party. Líkt og til að mynda þeim sem sæti eiga í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er henni ekki heimilt að nýta embættið til þess að ganga erinda heimalands síns. Með öðrum orðum verður málflutningur Oles Antons óneitanlega að teljast nokkuð sérstakur. Hann mótmælir því í aðra röndina að vægi Íslands yrði allajafna sáralítið á vettvangi Evrópusambandsins þvert á upplýsingar frá sambandinu sjálfu en segir síðan að það skipti alls engu máli þar sem það sé einfaldlega einstaklingurinn sem gildi í því sambandi. Augljóst er að ekki er innbyrðis samræmi í þeim málflutningi. Hvað sem því annars líður vil ég að lokum ítreka þakkir mínar til Oles Antons fyrir tækifærið til þess að fjalla frekar um helztu staðreyndirnar í þessum efnum. Hér er vitanlega um að ræða algert grundvallaratriði. Hvort við Íslendingar eigum að fara sjálfir með ákvörðunarvaldið yfir okkar málum eða ganga í Evrópusambandið þar sem ljóst er að valdið yfir flestum okkar málum og sífellt fleiri yrði í annarra höndum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mjög skiljanlegt er að það skuli fara illa í einarða Evrópusambandssinna eins og Ole Anton Bieltvedt þegar vakin er athygli á óþægilegum staðreyndir fyrir málstað þeirra. Líkt og versnandi stöðu fámennari ríkja sambandsins þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess eins og ég gerði í grein á Vísir.is nýverið. Velþekkt örþrifaráð við slíkar aðstæður þegar rökin þrjóta er að hafna einfaldlega raunveruleikanum. Vitanlega lýsir slík framganga fyrst og fremst þeim sem kjósa að viðhafa hana. Annað örþrifaráð sem gjarnan er gripið til þegar málefnaleg rök skortir er að fara í manninn í stað þess að halda sig við málefnið. Það segir sig auðvitað sjálft að sé málefnalegum rökum fyrir að fara er alls engin þörf fyrir það að grípa til slíkra óyndisúrræða. Eins og með afneitun raunveruleikans segir slíkt vitanlega mest um þann sem þeim beitir. Til að mynda gerir Ole Anton fremur vandræðalega tilraun í grein á Vísir.is í gær til þess að spyrða mig við öfgamenn og einræðisherra en viðurkennir síðan að ekkert bendi til slíkra tengsla. Hann heldur því fram að ég hafi farið lofsamlegum orðum um bæði Boris Johnson og Donald Trump. Nokkuð sem ég hef aldrei gert. Engin rök eru færð fram enda ekki fyrir að fara. Á sama tíma sakar hann mig um rangfærslur. Hvað grein Oles Antons varðar að öðru leyti hefur henni þegar verið svarað efnislega í grein minni á Vísir.is á dögunum sem hann þó segist vera að svara. Hvet ég fyrir vikið lesendur einfaldlega til þess að kynna sér efni hennar hafi þeir ekki þegar gert það. Full ástæða er engu að síður til þess að þakka Ole Antoni fyrir kærkomið tækifæri til þess að fjalla frekar um þessi mál og fara yfir helztu atriðin í þeim efnum. Ekki sérlega flókin stærðfræði Vægi ríkja við ákvörðunartöku á vettvangi Evrópusambandsins tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda. Þetta á einkum við um ráðherraráðið sem er í raun valdamesta stofnun þess. Um þetta er einfaldlega fjallað á vefsíðu ráðsins. Þar gildir meirihlutinn í langflestum tilfellum miðaður við íbúafjölda í stað einróma samþykkis áður sem heyrir í dag til undantekninga og nær hvorki til orku- né sjávarútvegsmála. Fjögur stærstu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, búa saman yfir 57,7% íbúafjölda Evrópusambandsins og þarf stuðning að minnsta kosti eins þeirra til þess að hægt sé að samþykkja mál í ráðherraráðinu. Til þess að hafa sama vægi og Þýzkaland eitt þarf 17 fámennari ríki sambandsins af 27. Þá geta stærstu ríkin saman stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu en til þess þarf fjögur ríki með 35% íbúafjöldans. Raunar nægir tveimur stærstu ríkjunum, Þýzkalandi og Frakklandi, nánast hvaða tvö önnur ríki til þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið fámennasta ríki sambandsins með 0,08% íbúafjölda þess. Hægt er að skoða vægi einstakra ríkja Evrópusambandsins innan ráðherraráðsins til dæmis í ágætri reiknivél á vefsíðu ráðsins. Þá er einfalt að reikna út vægi Íslands á sama mælikvarða með því að deila íbúafjölda landsins í heildaríbúafjölda sambandsins. Þetta er ekki sérlega flókin stærðfræði. Hvað Evrópusambandsþingið varðar er enn við lýði fyrirkomulag þar á bæ, líkt og ég benti á í greininni minni, þar sem gert er ráð fyrir lágmarksfjölda þingmanna. Þar fengi Ísland sex þingmenn af 705 eins og staðan er í dag sem væri sambærilegt við einungis hálfan þingmann á Alþingi. Deginum ljósara er að slíkt hlutskipti er ekki beinlínis ávísun á teljandi áhrif en í þinginu þarf einungis einfaldan meirihluta atkvæða. Skiptir máli eða skiptir ekki máli? Viðbrögð Oles Antons eru þau að það eina sem máli skipti sé einstaklingurinn við borðið en ekki fjölmennið á bak við hann. Það dugði þó til dæmis Dönum skammt þegar þeir urðu undir í ráðherraráðinu og neyddust til þátttöku í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Eða Írum, stærstu makrílveiðiþjóð sambandsins, þegar þeir mótmæltu makrílsamningi þess við Færeyjar á sínum tíma. Sætið við borðið skipti engu þegar upp var staðið. Forseti Evrópusambandsþingsins, Roberta Metsola, kemur vissulega frá Möltu líkt og Ole Anton nefnir en gegnir hins vegar ekki því embætti sem fulltrúi heimalands síns heldur þingflokksins sem hún tilheyrir í þinginu, European Poople’s Party. Líkt og til að mynda þeim sem sæti eiga í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er henni ekki heimilt að nýta embættið til þess að ganga erinda heimalands síns. Með öðrum orðum verður málflutningur Oles Antons óneitanlega að teljast nokkuð sérstakur. Hann mótmælir því í aðra röndina að vægi Íslands yrði allajafna sáralítið á vettvangi Evrópusambandsins þvert á upplýsingar frá sambandinu sjálfu en segir síðan að það skipti alls engu máli þar sem það sé einfaldlega einstaklingurinn sem gildi í því sambandi. Augljóst er að ekki er innbyrðis samræmi í þeim málflutningi. Hvað sem því annars líður vil ég að lokum ítreka þakkir mínar til Oles Antons fyrir tækifærið til þess að fjalla frekar um helztu staðreyndirnar í þessum efnum. Hér er vitanlega um að ræða algert grundvallaratriði. Hvort við Íslendingar eigum að fara sjálfir með ákvörðunarvaldið yfir okkar málum eða ganga í Evrópusambandið þar sem ljóst er að valdið yfir flestum okkar málum og sífellt fleiri yrði í annarra höndum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun