Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 28. mars 2023 22:27 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, vekur athygli á því hvað snjóflóðavarnargarðar eru mikilvægir. Vísir/Sigurjón Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. Rætt var við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón benti þar á að ennþá er hættuástand á svæðinu. „Ég er hræddur um að það verði ekki afléttingar á næstunni miðað við veðurspána.“ Klippa: Gul viðvörun tekur gildi á ný á Austfjörðum Jón áætlar að töluverður fjöldi, um 370 manns, hafi þurft að yfirgefa heimili sín í gær. Búið er að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í gær þannig hluti íbúa á svæðinu hafa komist heim aftur. „Engu að síður verða töluvert margir sem verða hjá vinum og ættingjum. Það er kannski það sem hlýnar manni mest um hjartarætur, það er að finna samstöðuna hér og samstöðuna um allt land. Allar þessar góðu kveðjur sem við erum óendanlega þakklát fyrir og öll þess aðstoð.“ Snjóflóðavarnagarðar spiluðu stórt hlutverk í snjóflóðunum í gær. Eitt þeirra flóða sem féll hefði lent á húsi ef ekki væri fyrir varnargarðana. „Þannig það var nú mikil mildi og manni hlýnar innra með að sjá þessar varnir virka,“ segir Jón sem vekur athygli á því að reisa á annan varnargarð þar sem eitt flóðanna féll í gær. „Hér á þessu svæði og út með á fjórði garðurinn að koma, hann hefði náttúrulega afstýrt þessu.“ Lítið magn af snjó en hraðinn óskaplegur Tómas Zoëga snjóflóðaeftirlitsmaður segir í samtali við fréttamann fyrir austan að ekki hafi verið mikið magn af snjó í því flóði sem féll á hús við Starmýri í Neskaupstað. Skelfilegt er að sjá bílana og húsið sem það flóð skall á. „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta.“ Klippa: Óskaplegur hraði en lítið magn af snjó Tómas tekur svo í svipaða strengi og bæjarstjórinn, bendir á ágæti varnargarðanna: „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum. Eitt úr Bakkagili sem er hérna utan við, það fór nú hérna niður á veðurstöðina okkar, skemmdi fyrir okkur stöðuna. En svo er annað flóð sem fer hér og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað.“ Tómas segist ekki telja að hættan sé jafn mikil núna og hún var. Þó þurfi ekki mikið til svo að snjóflóð eigi sér stað: „Það þarf ekki nema snjó og brekku til þess að snjóflóð falli. Því meira af honum, því meiri líkur á því.“ Beið í röð með mat og veiðarfæri Þá var einnig rætt við ökumenn sem voru að bíða eftir því að leiðin um Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, væri opnuð. Meðal þeirra var forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Einar Þorsteinsson, en mikill fjöldi starfsmanna álversins þarf að aka daglega um Fagradal til og frá vinnu. Leiðin er ein helsta samgönguæð Austurlands og var því talsverð röð af bílum sem biðu eftir opnuninni. Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, lýsir þeirri áskorun sem fylgdi því að hafa leiðina um Fagradal lokaða í einn og hálfan sólarhring.Sigurjón Ólason Óli Heiðar Árnason, vörubílstjóri hjá Austfjarðaflutningum, var einn þeirra sem beið í röðinni og var hann með mat og veiðarfæri í sendiferðabílnum sínum. Hann sagðist þó ekki vita hvort það væri þegar orðinn skortur á því á svæðinu sem var lokað fyrir. Óli Heiðar Árnason beið eftir því að leiðin um Fagradal yrði opnuð í dag.Vísir/Sigurjón Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Rætt var við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón benti þar á að ennþá er hættuástand á svæðinu. „Ég er hræddur um að það verði ekki afléttingar á næstunni miðað við veðurspána.“ Klippa: Gul viðvörun tekur gildi á ný á Austfjörðum Jón áætlar að töluverður fjöldi, um 370 manns, hafi þurft að yfirgefa heimili sín í gær. Búið er að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í gær þannig hluti íbúa á svæðinu hafa komist heim aftur. „Engu að síður verða töluvert margir sem verða hjá vinum og ættingjum. Það er kannski það sem hlýnar manni mest um hjartarætur, það er að finna samstöðuna hér og samstöðuna um allt land. Allar þessar góðu kveðjur sem við erum óendanlega þakklát fyrir og öll þess aðstoð.“ Snjóflóðavarnagarðar spiluðu stórt hlutverk í snjóflóðunum í gær. Eitt þeirra flóða sem féll hefði lent á húsi ef ekki væri fyrir varnargarðana. „Þannig það var nú mikil mildi og manni hlýnar innra með að sjá þessar varnir virka,“ segir Jón sem vekur athygli á því að reisa á annan varnargarð þar sem eitt flóðanna féll í gær. „Hér á þessu svæði og út með á fjórði garðurinn að koma, hann hefði náttúrulega afstýrt þessu.“ Lítið magn af snjó en hraðinn óskaplegur Tómas Zoëga snjóflóðaeftirlitsmaður segir í samtali við fréttamann fyrir austan að ekki hafi verið mikið magn af snjó í því flóði sem féll á hús við Starmýri í Neskaupstað. Skelfilegt er að sjá bílana og húsið sem það flóð skall á. „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta.“ Klippa: Óskaplegur hraði en lítið magn af snjó Tómas tekur svo í svipaða strengi og bæjarstjórinn, bendir á ágæti varnargarðanna: „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum. Eitt úr Bakkagili sem er hérna utan við, það fór nú hérna niður á veðurstöðina okkar, skemmdi fyrir okkur stöðuna. En svo er annað flóð sem fer hér og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað.“ Tómas segist ekki telja að hættan sé jafn mikil núna og hún var. Þó þurfi ekki mikið til svo að snjóflóð eigi sér stað: „Það þarf ekki nema snjó og brekku til þess að snjóflóð falli. Því meira af honum, því meiri líkur á því.“ Beið í röð með mat og veiðarfæri Þá var einnig rætt við ökumenn sem voru að bíða eftir því að leiðin um Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, væri opnuð. Meðal þeirra var forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Einar Þorsteinsson, en mikill fjöldi starfsmanna álversins þarf að aka daglega um Fagradal til og frá vinnu. Leiðin er ein helsta samgönguæð Austurlands og var því talsverð röð af bílum sem biðu eftir opnuninni. Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, lýsir þeirri áskorun sem fylgdi því að hafa leiðina um Fagradal lokaða í einn og hálfan sólarhring.Sigurjón Ólason Óli Heiðar Árnason, vörubílstjóri hjá Austfjarðaflutningum, var einn þeirra sem beið í röðinni og var hann með mat og veiðarfæri í sendiferðabílnum sínum. Hann sagðist þó ekki vita hvort það væri þegar orðinn skortur á því á svæðinu sem var lokað fyrir. Óli Heiðar Árnason beið eftir því að leiðin um Fagradal yrði opnuð í dag.Vísir/Sigurjón
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira