Tillaga um vantraust á hendur Jóni felld Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 13:13 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra situr sem fastast. Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. 35 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Umræður um tillöguna hófust klukkan 10:30 í dag og varð þá fljótlega ljóst að meirihluti þingheims myndi styðja ráðherrann. Flutningsmenn tillögunnar sögðu ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Flutningsmenn tillögunnar voru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á Jón fyrir að hafa komið í veg fyrir að Alþingi fengi gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Miklar umræður voru á Alþingi fyrr í vikunni eftir að Þórunn gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum. Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Eftir að minnisblaðið var lagt fram var vantrauststillagan lögð fram. Úr þingsal fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Eva Sjöfn Helgadóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Katrín Sif Árnadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Thomas Möller, Viðar Eggertsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni: Ágúst Bjarni Garðarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Ingibjörg Isaksen, Jódís Skúladóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Allar líkur á að vantraust verði fellt Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Umræður um tillöguna hófust klukkan 10:30 í dag og varð þá fljótlega ljóst að meirihluti þingheims myndi styðja ráðherrann. Flutningsmenn tillögunnar sögðu ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Flutningsmenn tillögunnar voru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á Jón fyrir að hafa komið í veg fyrir að Alþingi fengi gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Miklar umræður voru á Alþingi fyrr í vikunni eftir að Þórunn gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum. Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Eftir að minnisblaðið var lagt fram var vantrauststillagan lögð fram. Úr þingsal fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Eva Sjöfn Helgadóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Katrín Sif Árnadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Thomas Möller, Viðar Eggertsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni: Ágúst Bjarni Garðarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Ingibjörg Isaksen, Jódís Skúladóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Allar líkur á að vantraust verði fellt Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Allar líkur á að vantraust verði fellt Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13
Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00