Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 15:29 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í viðtali eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi 30. mars 2023. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira