Lengra fæðingarorlof - allra hagur! Hólmfríður Árnadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 31. mars 2023 13:30 Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Fæðingarorlof Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun