Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 14:53 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu til vinstri á myndinni. Huldumaðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er hægra megin, með rauðglóandi hraunið í baksýn. Samsett/Aðsend Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“ Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira