Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 18:52 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira