„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Stóru jarðarberin þykja einstaklega bragðgóð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira