Börn veðji á sína eigin leiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 19:31 Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ segir að þeim hafi fjölgað sem leita til samtakanna vegna íþróttaveðmála. vísir/stilla Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“ SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“
SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira