Vopnaðir lögreglumenn á götum borgarinnar vegna fundarins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2023 20:46 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Hörpu og nærliggjandi svæði verði lokað vegna fundarins. Þá hafi einnig verið gert ráð fyrir mótmælum. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49