Konur eiga ekki upp á pallborðið: „Vissi að ég yrði ekki kosin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. apríl 2023 11:30 Lisa Klaveness ræðir við þær Vöndu Sigurgeirsdóttur, Klöru Bjartmarz og Borghildi Sigurðardóttur, sem voru fulltrúar KSÍ á þinginu í Lissabon. Getty 47. ársþing UEFA fór fram í Lissabon í Portúgal í vikunni þar sem Slóveninn Aleksander Čeferin var endurkjörinn sem forseti sambandsins næstu fjögur árin án mótframboðs. Einnig var kosið um framkvæmdastjórn sambandsins til næstu fjögurra ára. Aðeins karlar hlutu kjör til stjórnarsetu. Þrír fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands sátu þingið, sem allir voru kvenkyns. Formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, varaformaðurinn Borghildur Sigurðardóttir og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. Fulltrúar KSÍ á ársþingi @UEFA sem er haldið í Lissabon, Portúgal. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður og Borghildur Sigurðardóttir varaformaður.#UEFAcongress pic.twitter.com/cmoAY3Qvpa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 5, 2023 Vakti athygli í nóvember Lisa Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, var eina konan sem bauð sig fram í framkvæmdastjórn UEFA fyrir fund vikunnar. Hún spratt fram á sjónarsviðið í nóvember síðastliðnum þegar hún bað FIFA um að „hjálpa farandverkamönnum og gera meira til að gæta réttinda hinsegin aðdáenda á HM í Katar“ á Doha þinginu sem fram fór í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Ræða hennar á þinginu vakti heimsathygli og var misvel tekið í karllægum heimi knattspyrnunnar, þá sérstaklega hjá gestgjöfum Katara – sem hafa síðustu misseri kallað eftir viðbrögðum heimsins við „ófrægingarherferð vestrænna ríkja“ gegn Persaflóaríkinu. Vilyrði um tvöfalt fleiri atkvæði Í samtali við franska blaðamanninn Phillippe Auclair hjá Eurosport segist Klaveness hafa sinnt kosningabaráttu síðustu mánuði og hitti 40 af 54 forsetum evrópskra knattspyrnusambanda á einum sólarhring á ársþingi FIFA í Kigali í síðasta mánuði. Hún hefur síðan rætt við alla aðra forsetana evrópsku sambandanna, að forsetum sambanda Rússlands og Belarús undanskildum. Fulltrúar þeirra tveggja ríkja höfðu kjörrétt á þingi vikunnar í Lissabon, þrátt fyrir að öll lið frá Rússlandi og Belarús séu útilokuð frá keppnum UEFA vegna innrásarinnar í Úkraínu. Klaveness fékk aðeins 18 atkvæði af 55 sem er tæplega helmingur þess sem hún fékk vilyrði um við fundarhöld með forsetum sambandanna. Klaveness var ein fjögurra í framboði sem náði ekki kjöri en sjö aðilar voru kjörnir í framkvæmdastjórnina. Hún fékk næst fæst atkvæði, en aðeins Rod Petrie frá Skotlandi hlaut færri, 15 talsins. Kjör í framkvæmdastjórn UEFA Armand Duka (Albanía)* 45 atkvæði Jesper Möller Christensen (Danmörk)* 42 atkvæði Petr Fousek (Tékkland) 40 atkvæði Levan Kobiashvili (Georgía) 40 atkvæði Luis Rubiales (Spánn)* 40 atkvæði Phillippe Diallo (Frakkland) 37 atkvæði Andriy Pavelko (Úkraína)* 31 atkvæði -------------- Hugo Quaderer (Liechtenstein) 25 atkvæði Bjorn Vassallo (Malta) 25 atkvæði Lise Klaveness (Noregur) 18 atkvæði Rod Petrie (Skotland) 15 atkvæði - *Viðkomandi er endurkjörinn í stjórn Fótboltinn ekki í takt við samfélagsbreytingar „Þetta var fyrsta skrefið“ segir Klaveness í viðtalinu við Auclair. „Ég sagði aldrei né hugsaði að ég yrði kjörin í þetta skiptið. Ég vissi að þetta yrði afar erfitt,“ „Formgerð fótboltans er í ójafnvægi. Skortur kvenna í valdastöðum er ekki vandamál sem einskorðast við UEFA. UEFA er hluti af vandamálinu, já, en þetta er sýnilegt vandamál í nánast öllum samböndum,“ segir Klaveness og bætir við: „Við búum að strúktúr, menningu og viðhorfum innan félaga, sambanda, fjölmiðla og styrktaraðila sem eru tregir til breytinga – á meðan aðrir kimar samfélagsins þróast hraðar hvað varðar stöðu karla og kvenna til áhrifa.“ Meintur glæpamaður hlaut kjör UEFA hefur enn aldrei kjörið konu í framkvæmdastjórn sambandsins. Það mun þó ein kona sitja fundi stjórnarinnar, hin velska Laura McAllister, sem var sjálfkjörin sem „kvenfulltrúi“ í stjórn. Lög UEFA segja til um að eitt sæti sé tekið frá fyrir konu og McAllister var sú eina sem bauð sig fram í það staka sæti sem tekið er frá fyrir kvenfulltrúa. Andriy Pavelko var kjörinn þrátt fyrir handtöku hans í nóvember síðastliðnum. Hann á dómsmál yfir höfði sér vegna málsins.Getty Þá vakti töluverða athygli að Úkraínumaðurinn Andriy Pavelko var kjörinn í framkvæmdastjórnina með 31 atkvæði, sex meira en næstu menn. Pavelko var handtekinn í höfuðstöðvum úkraínska knattspyrnusambandsins í nóvember síðastliðnum. Hann er sakaður um að hafa svikið út nokkur hundruð þúsund evrur af alþjóðlegri fjárhagsaðstoð sem hefur borist til Úkraínu vegna innrásar Rússa í ríkið. Pavelko var látinn laus gegn tryggingu en kæra vegna meintra glæpa hans hangir enn yfir honum. Þá hefur hann verið áminntur af borgaralegum dómstóli í Kyiv. 31 samstarfsmaður hans treystir honum engu að síður fyrir áframhaldandi starfi í framkvæmdastjórn UEFA – 13 fleiri en treysta Klaveness til verksins. UEFA Fréttaskýringar Jafnréttismál Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira
Þrír fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands sátu þingið, sem allir voru kvenkyns. Formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, varaformaðurinn Borghildur Sigurðardóttir og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. Fulltrúar KSÍ á ársþingi @UEFA sem er haldið í Lissabon, Portúgal. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður og Borghildur Sigurðardóttir varaformaður.#UEFAcongress pic.twitter.com/cmoAY3Qvpa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 5, 2023 Vakti athygli í nóvember Lisa Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, var eina konan sem bauð sig fram í framkvæmdastjórn UEFA fyrir fund vikunnar. Hún spratt fram á sjónarsviðið í nóvember síðastliðnum þegar hún bað FIFA um að „hjálpa farandverkamönnum og gera meira til að gæta réttinda hinsegin aðdáenda á HM í Katar“ á Doha þinginu sem fram fór í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Ræða hennar á þinginu vakti heimsathygli og var misvel tekið í karllægum heimi knattspyrnunnar, þá sérstaklega hjá gestgjöfum Katara – sem hafa síðustu misseri kallað eftir viðbrögðum heimsins við „ófrægingarherferð vestrænna ríkja“ gegn Persaflóaríkinu. Vilyrði um tvöfalt fleiri atkvæði Í samtali við franska blaðamanninn Phillippe Auclair hjá Eurosport segist Klaveness hafa sinnt kosningabaráttu síðustu mánuði og hitti 40 af 54 forsetum evrópskra knattspyrnusambanda á einum sólarhring á ársþingi FIFA í Kigali í síðasta mánuði. Hún hefur síðan rætt við alla aðra forsetana evrópsku sambandanna, að forsetum sambanda Rússlands og Belarús undanskildum. Fulltrúar þeirra tveggja ríkja höfðu kjörrétt á þingi vikunnar í Lissabon, þrátt fyrir að öll lið frá Rússlandi og Belarús séu útilokuð frá keppnum UEFA vegna innrásarinnar í Úkraínu. Klaveness fékk aðeins 18 atkvæði af 55 sem er tæplega helmingur þess sem hún fékk vilyrði um við fundarhöld með forsetum sambandanna. Klaveness var ein fjögurra í framboði sem náði ekki kjöri en sjö aðilar voru kjörnir í framkvæmdastjórnina. Hún fékk næst fæst atkvæði, en aðeins Rod Petrie frá Skotlandi hlaut færri, 15 talsins. Kjör í framkvæmdastjórn UEFA Armand Duka (Albanía)* 45 atkvæði Jesper Möller Christensen (Danmörk)* 42 atkvæði Petr Fousek (Tékkland) 40 atkvæði Levan Kobiashvili (Georgía) 40 atkvæði Luis Rubiales (Spánn)* 40 atkvæði Phillippe Diallo (Frakkland) 37 atkvæði Andriy Pavelko (Úkraína)* 31 atkvæði -------------- Hugo Quaderer (Liechtenstein) 25 atkvæði Bjorn Vassallo (Malta) 25 atkvæði Lise Klaveness (Noregur) 18 atkvæði Rod Petrie (Skotland) 15 atkvæði - *Viðkomandi er endurkjörinn í stjórn Fótboltinn ekki í takt við samfélagsbreytingar „Þetta var fyrsta skrefið“ segir Klaveness í viðtalinu við Auclair. „Ég sagði aldrei né hugsaði að ég yrði kjörin í þetta skiptið. Ég vissi að þetta yrði afar erfitt,“ „Formgerð fótboltans er í ójafnvægi. Skortur kvenna í valdastöðum er ekki vandamál sem einskorðast við UEFA. UEFA er hluti af vandamálinu, já, en þetta er sýnilegt vandamál í nánast öllum samböndum,“ segir Klaveness og bætir við: „Við búum að strúktúr, menningu og viðhorfum innan félaga, sambanda, fjölmiðla og styrktaraðila sem eru tregir til breytinga – á meðan aðrir kimar samfélagsins þróast hraðar hvað varðar stöðu karla og kvenna til áhrifa.“ Meintur glæpamaður hlaut kjör UEFA hefur enn aldrei kjörið konu í framkvæmdastjórn sambandsins. Það mun þó ein kona sitja fundi stjórnarinnar, hin velska Laura McAllister, sem var sjálfkjörin sem „kvenfulltrúi“ í stjórn. Lög UEFA segja til um að eitt sæti sé tekið frá fyrir konu og McAllister var sú eina sem bauð sig fram í það staka sæti sem tekið er frá fyrir kvenfulltrúa. Andriy Pavelko var kjörinn þrátt fyrir handtöku hans í nóvember síðastliðnum. Hann á dómsmál yfir höfði sér vegna málsins.Getty Þá vakti töluverða athygli að Úkraínumaðurinn Andriy Pavelko var kjörinn í framkvæmdastjórnina með 31 atkvæði, sex meira en næstu menn. Pavelko var handtekinn í höfuðstöðvum úkraínska knattspyrnusambandsins í nóvember síðastliðnum. Hann er sakaður um að hafa svikið út nokkur hundruð þúsund evrur af alþjóðlegri fjárhagsaðstoð sem hefur borist til Úkraínu vegna innrásar Rússa í ríkið. Pavelko var látinn laus gegn tryggingu en kæra vegna meintra glæpa hans hangir enn yfir honum. Þá hefur hann verið áminntur af borgaralegum dómstóli í Kyiv. 31 samstarfsmaður hans treystir honum engu að síður fyrir áframhaldandi starfi í framkvæmdastjórn UEFA – 13 fleiri en treysta Klaveness til verksins.
Kjör í framkvæmdastjórn UEFA Armand Duka (Albanía)* 45 atkvæði Jesper Möller Christensen (Danmörk)* 42 atkvæði Petr Fousek (Tékkland) 40 atkvæði Levan Kobiashvili (Georgía) 40 atkvæði Luis Rubiales (Spánn)* 40 atkvæði Phillippe Diallo (Frakkland) 37 atkvæði Andriy Pavelko (Úkraína)* 31 atkvæði -------------- Hugo Quaderer (Liechtenstein) 25 atkvæði Bjorn Vassallo (Malta) 25 atkvæði Lise Klaveness (Noregur) 18 atkvæði Rod Petrie (Skotland) 15 atkvæði - *Viðkomandi er endurkjörinn í stjórn
UEFA Fréttaskýringar Jafnréttismál Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira