Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 12:27 Rostungurinn lyfti höfði þegar gestir komu að kíkja á hann í morgun. Hilma Steinarsdóttir Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir Dýr Langanesbyggð Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir
Dýr Langanesbyggð Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira