„Það skemmir ekki hár“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 23:54 Helga Árnadóttir segir að vatnið í Bláa lóninu skemmi ekki hár. Vísir/Vilhelm Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“ Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“
Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira