Kári Jónsson: Var búinn að vera lélegur framan af leik Andri Már Eggertsson skrifar 11. apríl 2023 22:45 Kári Jónsson gerði 26 stig í kvöld Vísir/Hulda Margrét Valur vann Stjörnuna 96-89. Valur er því einum sigri frá því að komast í undanúrslitin. Kári Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í fjórða leikhluta og gerði sautján stig á fimm mínútum. „Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum. Valur Subway-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sjá meira
„Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sjá meira