Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2023 09:01 Lacie naut lífsins á Íslandi eftir að unnusti hennar yfirgaf hana nánast korter í brúðkaup. Instagram Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða. Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch
Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira