Segir leikmenn skorta trú en allt geti gerst á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 10:30 Frank Lampard heldur í vonina. EPA-EFE/Chema Moya Frank Lampard, tímabundinn stjóri Chelsea, hafði ekki gefið upp alla von þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu í fyrri leik Chelsea og Real Madríd í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ben Chilwell var sendur af velli í síðari hálfleik fyrir að rífa Rodrygo niður rétt fyrir utan vítateig. Staðan var þá 1-0 en heimamenn bættu við öðru marki eftir að Chilwell var sendur í sturtu og því á Chelsea einkar erfitt verkefni fyrir höndum á Brúnni eftir viku. „Ég er stoltur af leikmönnunum 10 sem kláruðu leikinn. Það er sem er svekkjandi er að við gefum þeim fast leikatriði og slökkvum á okkur í kjölfarið. Mér fannst þeir ekki fara í gegnum okkur þegar við vorum með 10 menn á vellinum. Það var út af andanum sem við sýndum. Við fengum okkar færi: João Félix, Raheem Sterling og Mason Mount.“ „Það voru nokkrir fínir hlutir en úrslit leiksins eru raunveruleikinn. Einstakir hlutir geta átt sér stað á Brúnni [e. Stamford Bridge, heimavelli Chelsea]. Við verðum að trúa. Það er nóg í þessu, þó þeir séu með jafn gott lið og raun ber vitni. Það skorti smá trú. Leikmennirnir vita ekki hversu góðir þeir eru. Það var nokkuð um fína drætti. Við munum berjast í næstu viku.“ „Við verðum að vera jákvæðari. Ef við gerum það, ég hef upplifað slík kvöld á Brúnni,“ sagði Lampard að endingu en hann lék á sínum tíma hundruð leikja fyrir Chelsea og vann fjölda titla. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Ben Chilwell var sendur af velli í síðari hálfleik fyrir að rífa Rodrygo niður rétt fyrir utan vítateig. Staðan var þá 1-0 en heimamenn bættu við öðru marki eftir að Chilwell var sendur í sturtu og því á Chelsea einkar erfitt verkefni fyrir höndum á Brúnni eftir viku. „Ég er stoltur af leikmönnunum 10 sem kláruðu leikinn. Það er sem er svekkjandi er að við gefum þeim fast leikatriði og slökkvum á okkur í kjölfarið. Mér fannst þeir ekki fara í gegnum okkur þegar við vorum með 10 menn á vellinum. Það var út af andanum sem við sýndum. Við fengum okkar færi: João Félix, Raheem Sterling og Mason Mount.“ „Það voru nokkrir fínir hlutir en úrslit leiksins eru raunveruleikinn. Einstakir hlutir geta átt sér stað á Brúnni [e. Stamford Bridge, heimavelli Chelsea]. Við verðum að trúa. Það er nóg í þessu, þó þeir séu með jafn gott lið og raun ber vitni. Það skorti smá trú. Leikmennirnir vita ekki hversu góðir þeir eru. Það var nokkuð um fína drætti. Við munum berjast í næstu viku.“ „Við verðum að vera jákvæðari. Ef við gerum það, ég hef upplifað slík kvöld á Brúnni,“ sagði Lampard að endingu en hann lék á sínum tíma hundruð leikja fyrir Chelsea og vann fjölda titla.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira