„Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2023 10:19 Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi segist hafa haft sinnaskipti um málefni innlends leigubílamarkaðar og kveðst orðinn afhuga því að leyfa nánast fullt frelsi á markaðnum eins og stefnt er með nýsamþykktu frumvarpi. Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob. Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob.
Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29
Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00