Unglingar eru ekki fullorðnir Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 13. apríl 2023 23:07 Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun