Gufubaðsklúbbarnir í Neskaupstað sjá fram á gjaldskrárhækkun Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2023 07:00 Alls eru átta gufubaðsklúbbar starfandi í Neskaupstað. Fimm þeirra hittast alla jafna utan hefðbundins opnunartíma. Fjarðabyggð Svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ sem starfandi eru í Neskaupstað sjá fram á að dýrara verði fyrir þá að hittast utan hefðbundins opnunartíma sundlaugarinnar í bænum. Átta slíkir klúbbar eru nú starfræktir í Neskaupstað. Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar. Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar.
Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira