Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 17:28 Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá verður skorið niður. Vísir/Vilhelm Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. Búið er að skera niður allt fé, sem telur tæplega sjö hundruð dýr, af bænum Bergstöðum eftir að riða greindist þar í byrjun mánaðar. Um var að ræða fyrsta riðutilfellið í sóttvarnarsvæðinu Miðfjarðarhólfi. Fé af bænum var vinsælt til undaneldis og þar var selt á þónokkra bæi í hólfinu. Samtímis niðurskurðinum voru kindur af nokkrum öðrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum aflífaðar og sýni tekin úr þeim. Í tilkynningu vef Matvælastofnunar (MAST) segir að við rannsókn á sýnum hafi ein kind greinst jákvæð með riðu. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða. Endanleg staðfesting á greiningunni barst frá Tilraunastöð HÍ að Keldum nú síðdegis. Í tilkynningu segir að MAST hafi lagt til við Matvælaráðuneytið að fyrirskipaður verði niðurskurður á öllum kindum á bænum, sem eru um 720. „Mikilvægt er að hraða aðgerðum þar sem komið er fast að sauðburði. Því miður er bilun í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum þar sem hræ af riðubæjum eru venjulega brennd. Umhverfisstofnun vinnur nú að því að finna aðra ásættanlega leið til að farga hræjunum. Takist ekki að skera niður á allra næstu dögum verður að fresta aðgerðum fram á sumar. Það kallar á ýmsar kostnaðarsamar og flóknar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Húnaþing vestra hafi boðað upplýsingafund fyrir íbúa á svæðinu þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 á Laugarbakka. Fulltrúar Matvælastofnunar verði með erindi á fundinum og sitji fyrir svörum. Húnaþing vestra Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Búið er að skera niður allt fé, sem telur tæplega sjö hundruð dýr, af bænum Bergstöðum eftir að riða greindist þar í byrjun mánaðar. Um var að ræða fyrsta riðutilfellið í sóttvarnarsvæðinu Miðfjarðarhólfi. Fé af bænum var vinsælt til undaneldis og þar var selt á þónokkra bæi í hólfinu. Samtímis niðurskurðinum voru kindur af nokkrum öðrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum aflífaðar og sýni tekin úr þeim. Í tilkynningu vef Matvælastofnunar (MAST) segir að við rannsókn á sýnum hafi ein kind greinst jákvæð með riðu. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða. Endanleg staðfesting á greiningunni barst frá Tilraunastöð HÍ að Keldum nú síðdegis. Í tilkynningu segir að MAST hafi lagt til við Matvælaráðuneytið að fyrirskipaður verði niðurskurður á öllum kindum á bænum, sem eru um 720. „Mikilvægt er að hraða aðgerðum þar sem komið er fast að sauðburði. Því miður er bilun í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum þar sem hræ af riðubæjum eru venjulega brennd. Umhverfisstofnun vinnur nú að því að finna aðra ásættanlega leið til að farga hræjunum. Takist ekki að skera niður á allra næstu dögum verður að fresta aðgerðum fram á sumar. Það kallar á ýmsar kostnaðarsamar og flóknar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Húnaþing vestra hafi boðað upplýsingafund fyrir íbúa á svæðinu þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 á Laugarbakka. Fulltrúar Matvælastofnunar verði með erindi á fundinum og sitji fyrir svörum.
Húnaþing vestra Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06
Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03
Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10
„Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35