Matvælaverð og Viðreisn landbúnaðarins Margrét Gísladóttir skrifar 15. apríl 2023 15:00 Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun