Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 11:26 Vladímír Kara-Murza í dómsal í febrúar. Hann var sakfelldur fyrir landráð og fyrir að níða rússneska herinn. AP Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira