Fjölsmiðja ungs fólks skorin niður og mötuneyti sameinuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 16:59 Vinnuskóli Árborgar verður minnkaður en félagsmiðstöðvar opnar lengur á móti. Vinnuskóli Árborgar Auðlindin, virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg verður lögð niður í þeim niðurskurði sem tilkynntur var í dag. Sveitarfélagið sagði 57 manns upp störfum. Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu. Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu.
Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44