„Verðum að halda okkar standard“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2023 22:45 Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr einvígi sínu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að Lundúnaliðið sé nú úr leik. Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55