Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Haukur Logi Jóhannsson skrifar 19. apríl 2023 13:31 Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Þetta kemur þó ekkert mikið á óvart fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum heimi. Stóra spurningin er bara hvað ætla stjórnvöld nú að gera? Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Því er þessi nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunar ákveðinn áfellisdómur á stjórnvöld. Það eru hinsvegar tilbúnar lausnir sem þyrfti ekki að eyða löngum nefndarfundum í að ræða og góð samstaða ætti að geta náðst um. Staðlaðar lausnir sem stjórnvöld víðsvegar um heim reiða sig á og eru að ná mun betri árangri heldur en Íslendingar með slík vopn í hendi sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 og við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í því. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar? Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður: ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun. ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar? ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum. Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga. Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri stjórnun og orkunýtingu ásamt umhverfisvænum innviðum og stefnum. Hvað er til í ISO safninu? ISO 14000 er sett umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru: ÍST EN ISO 14001, Environmental management systems - Requirements with guidance for use ÍST EN ISO 14004, Environmental management systems - General guidelines on implementation ÍST EN ISO 14006, Environmental management - Guidelines for incorporating ecodesign ÍST EN ISO 14040, Environmental management - Life cycle assessment - Principles and frameworks ÍST EN ISO 14044, Environmental management - Life cycle assessment - Requirements and guidelines Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda ÍST EN ISO 14064, Greenhouse gases ÍST EN ISO 14065, Greenhouse gases - Requirements for greenhouse gas validation and verification bodies for use in accreditation or other forms of recognition Mótvægisaðgerðir og aðlögun ISO 14080, Greenhouse gas management and related activities - Framework and principles for methodologies on climate actions ISO 14090, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines ISO 14091, Adaptation to climate change - Vulnerability, impacts and risk assessment ISO 14092, GHG management and related activities: requirement and guidance of adaptation planning for organizations including local governments and communities Fjármögnun grænna loftslagsverkefna ISO 14030, Green bonds - Environmental performance of nominated projects and assest (frumvarp) Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum ISO 14020, Environmental labels and declarations - General principles ISO 14026, Environmental labels and declarations - Principles, requirements and guidelines for communication of footprint information ISO 14063, Environmental management - Environmental communication - Guidelines and examples ISO 21930, Sustainability in buildings and civil engineering works - Core rules for environmental product declarations of construction products and services Heimsmarkaður með hreina orku ISO 14034, Environmental management - Environmental technology verification(ETV) ISO 50001, Energy management systems - Requirements with guidance for use Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má hér. Að lokum má nefna séríslenska tækniforskrift, ÍST TS 92 – Kolefnisjöfnun, sem var gefin út í september í fyrra og er hugsuð sem viðbót við ISO 14064 staðlaröðina og gerir fyrirtækjum á Íslandi kleift að kolefnisjafna rekstur sinn með skilvirkum hætti og loftslagsverkefnum að framleiða vottaðar kolefniseiningar. Við Íslendingar þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Þetta er allt saman til og aðgengilegt svo við getum byrjað að raunverulega draga úr losun og byggja sjálfbært samfélag. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnistjóri hjá Íslenskir staðlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Þetta kemur þó ekkert mikið á óvart fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum heimi. Stóra spurningin er bara hvað ætla stjórnvöld nú að gera? Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Því er þessi nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunar ákveðinn áfellisdómur á stjórnvöld. Það eru hinsvegar tilbúnar lausnir sem þyrfti ekki að eyða löngum nefndarfundum í að ræða og góð samstaða ætti að geta náðst um. Staðlaðar lausnir sem stjórnvöld víðsvegar um heim reiða sig á og eru að ná mun betri árangri heldur en Íslendingar með slík vopn í hendi sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 og við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í því. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar? Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður: ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun. ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar? ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum. Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga. Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri stjórnun og orkunýtingu ásamt umhverfisvænum innviðum og stefnum. Hvað er til í ISO safninu? ISO 14000 er sett umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru: ÍST EN ISO 14001, Environmental management systems - Requirements with guidance for use ÍST EN ISO 14004, Environmental management systems - General guidelines on implementation ÍST EN ISO 14006, Environmental management - Guidelines for incorporating ecodesign ÍST EN ISO 14040, Environmental management - Life cycle assessment - Principles and frameworks ÍST EN ISO 14044, Environmental management - Life cycle assessment - Requirements and guidelines Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda ÍST EN ISO 14064, Greenhouse gases ÍST EN ISO 14065, Greenhouse gases - Requirements for greenhouse gas validation and verification bodies for use in accreditation or other forms of recognition Mótvægisaðgerðir og aðlögun ISO 14080, Greenhouse gas management and related activities - Framework and principles for methodologies on climate actions ISO 14090, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines ISO 14091, Adaptation to climate change - Vulnerability, impacts and risk assessment ISO 14092, GHG management and related activities: requirement and guidance of adaptation planning for organizations including local governments and communities Fjármögnun grænna loftslagsverkefna ISO 14030, Green bonds - Environmental performance of nominated projects and assest (frumvarp) Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum ISO 14020, Environmental labels and declarations - General principles ISO 14026, Environmental labels and declarations - Principles, requirements and guidelines for communication of footprint information ISO 14063, Environmental management - Environmental communication - Guidelines and examples ISO 21930, Sustainability in buildings and civil engineering works - Core rules for environmental product declarations of construction products and services Heimsmarkaður með hreina orku ISO 14034, Environmental management - Environmental technology verification(ETV) ISO 50001, Energy management systems - Requirements with guidance for use Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má hér. Að lokum má nefna séríslenska tækniforskrift, ÍST TS 92 – Kolefnisjöfnun, sem var gefin út í september í fyrra og er hugsuð sem viðbót við ISO 14064 staðlaröðina og gerir fyrirtækjum á Íslandi kleift að kolefnisjafna rekstur sinn með skilvirkum hætti og loftslagsverkefnum að framleiða vottaðar kolefniseiningar. Við Íslendingar þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Þetta er allt saman til og aðgengilegt svo við getum byrjað að raunverulega draga úr losun og byggja sjálfbært samfélag. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnistjóri hjá Íslenskir staðlar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun