Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 20:12 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í gær, þriðjudag. vísir/vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023 Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49