Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 23:02 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir líklegt að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Skoðanakannanir sýni hins vegar breytt landslag. Stöð 2 Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum