Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 14:21 Áætlanir stjórnvalda kveða á um að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum en félagsmenn SI gera ráð fyrir gríðarlegum samdrætti í uppbyggingu næstu 12 mánuði. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, ræddu húsnæðismál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun SI byrjuðu umrædd fyrirtæki á 1.473 íbúðum á síðustu 12 mánuðum en munu byrja á 509 íbúðum á næstu tólf mánuðum. Samdráttur sem nemur rúmlega 65 prósentum. Stjórnvöld hafa áður gefið út yfirlýsingar um að til standi að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Fyrirtæki í stöðugri harmonikku Björg segir stöðuna grafalvarlega, bæði vegna samdráttar í uppbyggingu íbúða en líka vegna fyrirtækjanna sjálfra. „Þessum fyrirtækjum líður ekki vel að vera í þessari stöðugu harmonikku. Þau hafa kallað eftir stöðugleika og það sem gerist núna þegar fer að draga saman er að fyrirtækin geta farið að missa starfsfólk úr landi,“ segir Björg. Hún segir að um sé að ræða áætlanir, ekki sé endilega ljóst hvort að af þessum tiltekna samdrætti verði. „Vonandi breytast þær. Við viljum halda áfram að byggja en við getum ekki egnt fyrirtækjum út í þá óvissu að byggja fyrir markað sem hefur ekki efni á því að kaupa. Það er líka staðan. Við getum heldur ekki verið með opna grunna hér um allt og búið til aðstæður sem við þekkjum mæta vel.“ Björg bætir því við að það sé fyrirtækjunum alls ekki í hag að ekki sé hægt að ráðast í frekari framkvæmdir. „Við viljum jafnt og þétt starfsumhverfi en erum því miður að sigla inn í annan óstöðugleika, sem er mjög slæmt.“ Segir um að ræða algjörar hamfarir Guðmundur Hrafn segir að ekki sé um að ræða spár. Fækkun íbúða í uppbyggingu sé þegar að raungerast. „Við sjáum bara hjá Húsnæðismálastofnun að á fyrstu þremur mánuðum ársins koma 512 íbúðir fullkláraðar.“ Það sé það lægsta hlutfall í rúm tíu ár. „Það eru bara að verða algjörar hamfarir. Við höfum ekki náð að halda í frá fólksfjölgun frá 2018 þegar óuppfyllt íbúðaþörf var metin 8000 íbúðir.“ Hann segist velta því fyrir sér hvort það sé ákveðnum aðilum í hag að hindra hér húsnæðisuppbyggingu miðað við þá fjölda hvata sem séu til staðar hér á landi samanborið við nágrannalöndin. „En þetta hefur ekki skilað auknu framboði. Hvaða hvata þarf þá til? Er ekki bara verið að viðhalda hæfilegum húsnæðisskorti til þess að tryggja síhækkandi húsnæðisverð? Er það ekki ætlunin?“ Spurður hvort hann telji þá að ákveðinn hópur hér á landi vilji halda öðrum hópi fólks á götunni til þess að halda uppi húsnæðisverði segir Guðmundur: „Ég er ekki að segja að það sé markmiðið að halda fólki á götunni en það virðist allt benda til þess, vegna þess að þessir hvatar, þessar aðgerðir stjórnvalda, að einfalda regluverkið, að veita skattaafslætti, auka endurgreiðslur, þetta hefur allt átt að leiða til þess að framboð myndi aukast en það hefur ekki gert það.“ Hann spyr hvers vegna ekki ríki hefðbundin markaðsöfl á húsnæðismarkaði. „Ef að það er mikil eftirspurn og það er eftirgjöf stjórnvalda, á það þá ekki samkvæmt þessum hefðbundnu markaðsfræðum að leiða til aukinna framleiðslu? Það hefur ekki gert það.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, ræddu húsnæðismál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun SI byrjuðu umrædd fyrirtæki á 1.473 íbúðum á síðustu 12 mánuðum en munu byrja á 509 íbúðum á næstu tólf mánuðum. Samdráttur sem nemur rúmlega 65 prósentum. Stjórnvöld hafa áður gefið út yfirlýsingar um að til standi að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Fyrirtæki í stöðugri harmonikku Björg segir stöðuna grafalvarlega, bæði vegna samdráttar í uppbyggingu íbúða en líka vegna fyrirtækjanna sjálfra. „Þessum fyrirtækjum líður ekki vel að vera í þessari stöðugu harmonikku. Þau hafa kallað eftir stöðugleika og það sem gerist núna þegar fer að draga saman er að fyrirtækin geta farið að missa starfsfólk úr landi,“ segir Björg. Hún segir að um sé að ræða áætlanir, ekki sé endilega ljóst hvort að af þessum tiltekna samdrætti verði. „Vonandi breytast þær. Við viljum halda áfram að byggja en við getum ekki egnt fyrirtækjum út í þá óvissu að byggja fyrir markað sem hefur ekki efni á því að kaupa. Það er líka staðan. Við getum heldur ekki verið með opna grunna hér um allt og búið til aðstæður sem við þekkjum mæta vel.“ Björg bætir því við að það sé fyrirtækjunum alls ekki í hag að ekki sé hægt að ráðast í frekari framkvæmdir. „Við viljum jafnt og þétt starfsumhverfi en erum því miður að sigla inn í annan óstöðugleika, sem er mjög slæmt.“ Segir um að ræða algjörar hamfarir Guðmundur Hrafn segir að ekki sé um að ræða spár. Fækkun íbúða í uppbyggingu sé þegar að raungerast. „Við sjáum bara hjá Húsnæðismálastofnun að á fyrstu þremur mánuðum ársins koma 512 íbúðir fullkláraðar.“ Það sé það lægsta hlutfall í rúm tíu ár. „Það eru bara að verða algjörar hamfarir. Við höfum ekki náð að halda í frá fólksfjölgun frá 2018 þegar óuppfyllt íbúðaþörf var metin 8000 íbúðir.“ Hann segist velta því fyrir sér hvort það sé ákveðnum aðilum í hag að hindra hér húsnæðisuppbyggingu miðað við þá fjölda hvata sem séu til staðar hér á landi samanborið við nágrannalöndin. „En þetta hefur ekki skilað auknu framboði. Hvaða hvata þarf þá til? Er ekki bara verið að viðhalda hæfilegum húsnæðisskorti til þess að tryggja síhækkandi húsnæðisverð? Er það ekki ætlunin?“ Spurður hvort hann telji þá að ákveðinn hópur hér á landi vilji halda öðrum hópi fólks á götunni til þess að halda uppi húsnæðisverði segir Guðmundur: „Ég er ekki að segja að það sé markmiðið að halda fólki á götunni en það virðist allt benda til þess, vegna þess að þessir hvatar, þessar aðgerðir stjórnvalda, að einfalda regluverkið, að veita skattaafslætti, auka endurgreiðslur, þetta hefur allt átt að leiða til þess að framboð myndi aukast en það hefur ekki gert það.“ Hann spyr hvers vegna ekki ríki hefðbundin markaðsöfl á húsnæðismarkaði. „Ef að það er mikil eftirspurn og það er eftirgjöf stjórnvalda, á það þá ekki samkvæmt þessum hefðbundnu markaðsfræðum að leiða til aukinna framleiðslu? Það hefur ekki gert það.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira