Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 10:26 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson spiluðu lengi saman og eru miklir vinir. getty/Andreas Rentz Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira