Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 14:43 Þó svo að vopnahléi hafi verið komið á í Súdan í gærkvöldi hafa átök geisað í dag. AP Photo/Marwan Ali Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku. Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku.
Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33