Þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tólf ára stúlku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. apríl 2023 10:08 Mennirnir eru meðlimir klíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Klíkuleiðtogi að nafni Maykil Yokhanna og tveir aðrir félagar hans hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morð á tólf ára stúlku. Stúlkan var skotin í Norsborg, suður af Stokkhólmi, árið 2020. Árásinni var ekki beint gegn stúlkunni, sem hét Adriana, heldur var þetta uppgjör á milli tveggja glæpagengja. Átti hún sér stað við bensínstöð í ágústmánuði árið 2020. Skotvopn voru notuð í árásinni, þar á meðal hríðskotariffill, og heyrðu nágrannar að minnsta kosti tuttugu skothljóð. Adriana fékk tvö skot í sig og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. „Þetta var árás þar sem hríðskotavopn voru notuð með kærulausum hætti á stað þar sem óbreyttir borgarar voru og einn af þeim lést. Þess vegna getur refsingin ekki verið neitt annað en lífstíðarfangelsi,“ sagði dómsformaðurinn Tore Gissin í fréttatilkynningu með dómnum. Klíkustríð Samkvæmt SVT er Maykil Yokhanna leiðtogi glæpaklíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Hann hefur fangelsisdóma á bakinu, meðal annars fyrir vopnalagabrot. Í janúar árið 2020 lenti Yokhanna sjálfur í skotárás óvinaklíku þar sem félagi hans dó og eiginkona særðist. Yokhanna var hins vegar skotmarkið í þeirri árás. Klíka Yokhanna átti í útistöðum við klíku sem starfar í Botkyra, úthverfi Stokkhólms. SVT greinir frá því að hinir tveir sem dæmdir voru fyrir morðið á Adriönu, Benjamin Mahdi og Hassan Mohammad, séu í lægri stöðu í glæpaklíkunni en Yokhanna. Auk þess að vera dæmdir fyrir morðið voru þeir dæmdir fyrir sjö manndrápstilraunir. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Árásinni var ekki beint gegn stúlkunni, sem hét Adriana, heldur var þetta uppgjör á milli tveggja glæpagengja. Átti hún sér stað við bensínstöð í ágústmánuði árið 2020. Skotvopn voru notuð í árásinni, þar á meðal hríðskotariffill, og heyrðu nágrannar að minnsta kosti tuttugu skothljóð. Adriana fékk tvö skot í sig og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. „Þetta var árás þar sem hríðskotavopn voru notuð með kærulausum hætti á stað þar sem óbreyttir borgarar voru og einn af þeim lést. Þess vegna getur refsingin ekki verið neitt annað en lífstíðarfangelsi,“ sagði dómsformaðurinn Tore Gissin í fréttatilkynningu með dómnum. Klíkustríð Samkvæmt SVT er Maykil Yokhanna leiðtogi glæpaklíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Hann hefur fangelsisdóma á bakinu, meðal annars fyrir vopnalagabrot. Í janúar árið 2020 lenti Yokhanna sjálfur í skotárás óvinaklíku þar sem félagi hans dó og eiginkona særðist. Yokhanna var hins vegar skotmarkið í þeirri árás. Klíka Yokhanna átti í útistöðum við klíku sem starfar í Botkyra, úthverfi Stokkhólms. SVT greinir frá því að hinir tveir sem dæmdir voru fyrir morðið á Adriönu, Benjamin Mahdi og Hassan Mohammad, séu í lægri stöðu í glæpaklíkunni en Yokhanna. Auk þess að vera dæmdir fyrir morðið voru þeir dæmdir fyrir sjö manndrápstilraunir.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14