Vaknar klukkan fimm á hverjum morgni til að sinna ástríðunni Snorri Másson skrifar 27. apríl 2023 09:02 Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár. Ferill Jaceks í þýðingum hófst á unglingsaldri þegar hann fluttist hingað vegna starfa föður hans fyrir pólska sendiráðið. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. Allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Egils sögu til Fríðu Ísberg og Elísabetar Jökulsdóttir. Saga Jacek er býsna merkileg og rætt var við þýðandann í Íslandi í dag. Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár og vaknar enn klukkan fimm á hverjum morgni.Vísir Jacek rifjar það upp í viðtalinu að þegar hann hafi komið til landsins í lok sjöunda áratugarins hafi hann og systir hans verið einu útlendingarnir í skólanum. „Okkur tókst nokkuð fljótt að aðlagast og eignuðumst marga vini á Íslandi. Við fórum síðan bara í fýlu þegar við vorum að fara héðan fimm árum síðan,“ segir Jacek, sem var orðinn 16 ára gamall þegar hann fór aftur til Póllands. Þá var hann fullnuma í tungumálinu og lýsir því að hann og systir hans hafi ekki sleppt tökunum á íslensku. „Íslenska var svona leyndó. Ég talaði hana við systur mína þegar við vildum ekki vera skilin. Og síðan las ég mikið og hélt henni þannig við,“ segir Jacek. Jacek Godek, lengst til vinstri, gekk í Melaskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fjölskylda hans flutti til Íslands vegna starfa föður hans í pólska sendiráðinu. Í dag er Jacek leikari og leikstjóri í Póllandi, en á sama tíma þýðandi úr íslensku í pólsku. Á tímum mikilla fólksflutninga til Íslands að utan beinir Jacek því til nýbúa að leggja sig eftir því að læra íslenskuna. Ekki aðeins hafi tungumálið sögulegt gildi sem eins konar latína Norðurlanda, heldur einnig mikið praktískt gildi fyrir íbúa hér. „Þú kynnist ekki samfélaginu ef þú kynnist ekki menningararfi þess og þú kynnist ekki menningararfi ef þú hefur ekki tungumálið,“ segir Jacek. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og skipta á þriðja tug þúsunda. Spurður um ráð til þeirra sem hingað koma segir Jacek: „Það fyrsta er að reyna að læra tungumálið og finna sér vini á Íslandi, íslenska vini. Og hætta til dæmis að vera í svona pólskum gettóum. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Íslandi en ég hef orðið var við það í til dæmis Bretlandi.“ „Það er bara þú og Egill Skallagrímsson“ Frumraun Jaceks á sviði þýðinga voru þýðingar hans á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hóf að vinna fyrir pólska útvarpið þegar hann var fjórtán ára. Í innslaginu hér að ofan gefur hann dæmi um hvernig „Ég bið að heilsa“ hljómar á pólsku. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. „Stundum er ekki auðvelt að ná sömu hughrifum úr íslensku yfir á pólsku. En ég vona að mér takist það. Frá mínu sjónarmiði er íslenskan fallegt og auðvelt mál miðað við pólskuna, sem er flókin. En það er líka kannski útaf því að á íslensku er textinn bara til. En ég þarf að gera það sama á pólsku. Og það getur verið snúið,“ segir Jacek. Í daglegu lífi tekur Jacek þýðingarnar alvarlega. Hann vaknar klukkan fimm á morgnana til að byrja að þýða en þá er klukkan þrjú á íslenskum tíma. „Morgnarnir eru bara besti tími dagsins. Ekkert truflar þig. Það er bara þú og Egill Skallagrímsson,“ segir Jacek. Pólland Ísland í dag Bókmenntir Bókmenntahátíð Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. Allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Egils sögu til Fríðu Ísberg og Elísabetar Jökulsdóttir. Saga Jacek er býsna merkileg og rætt var við þýðandann í Íslandi í dag. Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár og vaknar enn klukkan fimm á hverjum morgni.Vísir Jacek rifjar það upp í viðtalinu að þegar hann hafi komið til landsins í lok sjöunda áratugarins hafi hann og systir hans verið einu útlendingarnir í skólanum. „Okkur tókst nokkuð fljótt að aðlagast og eignuðumst marga vini á Íslandi. Við fórum síðan bara í fýlu þegar við vorum að fara héðan fimm árum síðan,“ segir Jacek, sem var orðinn 16 ára gamall þegar hann fór aftur til Póllands. Þá var hann fullnuma í tungumálinu og lýsir því að hann og systir hans hafi ekki sleppt tökunum á íslensku. „Íslenska var svona leyndó. Ég talaði hana við systur mína þegar við vildum ekki vera skilin. Og síðan las ég mikið og hélt henni þannig við,“ segir Jacek. Jacek Godek, lengst til vinstri, gekk í Melaskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fjölskylda hans flutti til Íslands vegna starfa föður hans í pólska sendiráðinu. Í dag er Jacek leikari og leikstjóri í Póllandi, en á sama tíma þýðandi úr íslensku í pólsku. Á tímum mikilla fólksflutninga til Íslands að utan beinir Jacek því til nýbúa að leggja sig eftir því að læra íslenskuna. Ekki aðeins hafi tungumálið sögulegt gildi sem eins konar latína Norðurlanda, heldur einnig mikið praktískt gildi fyrir íbúa hér. „Þú kynnist ekki samfélaginu ef þú kynnist ekki menningararfi þess og þú kynnist ekki menningararfi ef þú hefur ekki tungumálið,“ segir Jacek. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og skipta á þriðja tug þúsunda. Spurður um ráð til þeirra sem hingað koma segir Jacek: „Það fyrsta er að reyna að læra tungumálið og finna sér vini á Íslandi, íslenska vini. Og hætta til dæmis að vera í svona pólskum gettóum. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Íslandi en ég hef orðið var við það í til dæmis Bretlandi.“ „Það er bara þú og Egill Skallagrímsson“ Frumraun Jaceks á sviði þýðinga voru þýðingar hans á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hóf að vinna fyrir pólska útvarpið þegar hann var fjórtán ára. Í innslaginu hér að ofan gefur hann dæmi um hvernig „Ég bið að heilsa“ hljómar á pólsku. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. „Stundum er ekki auðvelt að ná sömu hughrifum úr íslensku yfir á pólsku. En ég vona að mér takist það. Frá mínu sjónarmiði er íslenskan fallegt og auðvelt mál miðað við pólskuna, sem er flókin. En það er líka kannski útaf því að á íslensku er textinn bara til. En ég þarf að gera það sama á pólsku. Og það getur verið snúið,“ segir Jacek. Í daglegu lífi tekur Jacek þýðingarnar alvarlega. Hann vaknar klukkan fimm á morgnana til að byrja að þýða en þá er klukkan þrjú á íslenskum tíma. „Morgnarnir eru bara besti tími dagsins. Ekkert truflar þig. Það er bara þú og Egill Skallagrímsson,“ segir Jacek.
Pólland Ísland í dag Bókmenntir Bókmenntahátíð Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira