Styrkleikar Krabbameinsfélagsins á Selfossi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2023 18:31 Styrkleikarnir fara fram á Selfossi um helgina í annað skipti. Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðsend Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir í annað sinn dagana 29. apríl til 30. apríl í Lindexhöllinni á Selfossi. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með. Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris. Árborg Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris.
Árborg Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira