Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 14:31 Ein flottasta sundlaug landsins er í Hvergerði, Laugaskarð. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi. Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira