Kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að dóttir slasaðist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 14:17 Svavar kallar eftir því að sveitarstjórnir og foreldrar ræði leiðir til að bæta öryggi við ærslabelgi. Hafnfirðingurinn Svavar Halldórsson kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að tíu ára dóttir hans slasaðist á Víðistaðatúni. Tognaði hún eftir að hafa verið hrint af eldri dreng. Á þriðjudaginn var tíu ára dóttir Svavars að leika sér á ærslabelgnum, syðst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, þegar henni var hrint af eldri dreng. Varð hún fyrir slæmri tognun á fæti og þurfti að fara með hana á slysadeild Landspítalans. Samkvæmt Svavari er hún að ná sér. „Þó að langstærstum hluta fari allt saman vel fram geta alltaf komið upp svona tilvik,“ segir Svavar. „Það sem ég hef heyrt af er þegar eldri krakkar mæta á svæðið.“ En hann hefur sjálfur séð krakka á umræddum belg sem séu sýnilega komnir af grunnskólaaldri. Í kjölfarið af þessu hefur Svavar kallað eftir umræðu um öryggi við ærslabelgi, bæði hjá foreldrum og innan sveitarstjórna. En ærslabelgir eru yfirleitt í eigu sveitarfélaga. Svavar bendir á að belgirnir séu opnir í marga klukkutíma á dag. Oft eru engir fullorðnir að fylgjast með og engar myndavélar til að taka upp ef atvik eða slys skeður. Slæmt sé að hafa engin gögn í höndunum. Myndavélar og gæsla vinnuskólans Svavar segir óvíst með ábyrgð þegar atvik kemur upp á ærslabelg. Hann beinir þó þrennu til sveitarstjórna og foreldra til að bæta öryggi við belgina. „Ég legg til að það verði komið upp öryggismyndavélum við belgina, til að eldri krakkarnir viti að það sé fylgst með þeim,“ segir Svavar. Mikill fjöldi barna safnast gjarnan saman á ærslabelgnum á Víðistaðatúni. Oft er ekkert fullorðið fólk að fylgjast með.Hafnarfjarðarbær Yrðu þetta myndavélar sambærilegar þeim sem settar hafa verið upp í miðborg Reykjavíkur sem dæmi þar sem hægt er að skoða atvik sem koma upp. Önnur aðgerð væri að efla foreldraröltið á sumrin, en Svavar nefnir að á veturna sé foreldraröltið í tengslum við þrjá grunnskóla Norðurbæjar Hafnarfjarðar öflugt. Í þriðja lagi verði það skoðað hvort hægt sé að nýta vinnuskólann að einhverju leyti til að hafa vörslu við belgi á sumrin. Mun ræða við bæjarstjóra „Við foreldrarnir höfum hingað til fengið mjög góða áheyrn hjá bæjarstjóranum,“ segir Svavar aðspurður um næstu skref. En hann segist gera ráð fyrir að þessi umræða rati til bæjarstjórnar á einhverjum tímapunkti. En umræðan þarf einnig að eiga sér stað á meðal foreldranna. „Ef það eru til einfaldar leiðir til þess að geta dregið úr hættunni á svona atvikum þá tel ég að við foreldrarnir ættum að skoða það,“ segir hann. Hafnarfjörður Börn og uppeldi Slysavarnir Tengdar fréttir Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Á þriðjudaginn var tíu ára dóttir Svavars að leika sér á ærslabelgnum, syðst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, þegar henni var hrint af eldri dreng. Varð hún fyrir slæmri tognun á fæti og þurfti að fara með hana á slysadeild Landspítalans. Samkvæmt Svavari er hún að ná sér. „Þó að langstærstum hluta fari allt saman vel fram geta alltaf komið upp svona tilvik,“ segir Svavar. „Það sem ég hef heyrt af er þegar eldri krakkar mæta á svæðið.“ En hann hefur sjálfur séð krakka á umræddum belg sem séu sýnilega komnir af grunnskólaaldri. Í kjölfarið af þessu hefur Svavar kallað eftir umræðu um öryggi við ærslabelgi, bæði hjá foreldrum og innan sveitarstjórna. En ærslabelgir eru yfirleitt í eigu sveitarfélaga. Svavar bendir á að belgirnir séu opnir í marga klukkutíma á dag. Oft eru engir fullorðnir að fylgjast með og engar myndavélar til að taka upp ef atvik eða slys skeður. Slæmt sé að hafa engin gögn í höndunum. Myndavélar og gæsla vinnuskólans Svavar segir óvíst með ábyrgð þegar atvik kemur upp á ærslabelg. Hann beinir þó þrennu til sveitarstjórna og foreldra til að bæta öryggi við belgina. „Ég legg til að það verði komið upp öryggismyndavélum við belgina, til að eldri krakkarnir viti að það sé fylgst með þeim,“ segir Svavar. Mikill fjöldi barna safnast gjarnan saman á ærslabelgnum á Víðistaðatúni. Oft er ekkert fullorðið fólk að fylgjast með.Hafnarfjarðarbær Yrðu þetta myndavélar sambærilegar þeim sem settar hafa verið upp í miðborg Reykjavíkur sem dæmi þar sem hægt er að skoða atvik sem koma upp. Önnur aðgerð væri að efla foreldraröltið á sumrin, en Svavar nefnir að á veturna sé foreldraröltið í tengslum við þrjá grunnskóla Norðurbæjar Hafnarfjarðar öflugt. Í þriðja lagi verði það skoðað hvort hægt sé að nýta vinnuskólann að einhverju leyti til að hafa vörslu við belgi á sumrin. Mun ræða við bæjarstjóra „Við foreldrarnir höfum hingað til fengið mjög góða áheyrn hjá bæjarstjóranum,“ segir Svavar aðspurður um næstu skref. En hann segist gera ráð fyrir að þessi umræða rati til bæjarstjórnar á einhverjum tímapunkti. En umræðan þarf einnig að eiga sér stað á meðal foreldranna. „Ef það eru til einfaldar leiðir til þess að geta dregið úr hættunni á svona atvikum þá tel ég að við foreldrarnir ættum að skoða það,“ segir hann.
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Slysavarnir Tengdar fréttir Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00
Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent