„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. maí 2023 10:54 Óskar Hallgrímsson ræddi um stöðuna í Úkraínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá. Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira