Tryllt tölfræði Elínar Klöru í úrslitakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 14:31 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigri Hauka á ÍBV. vísir/hulda margrét Hin átján ára Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Haukar unnu dramatískan sigur á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í framlengingu í gær, 25-24. Hafnfirðingar jöfnuðu þar metin í einvígi liðanna í undanúrslitunum, 1-1. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og unnu svo Íslandsmeistara Fram í sex liða úrslitum, 2-0. Elín Klara skoraði sigurmark Hauka í seinni leiknum gegn Frömmurum með frábæru langskoti. Elín Klara var frábær í leiknum í gær eins og hún hefur verið í allri úrslitakeppninni. Hún skoraði tólf mörk, gaf þrjár stoðsendingar, gaf þrjár vítasendingar og fiskaði eitt víti. Þá var hún með sex löglegar stöðvanir í vörninni og stal boltanum í tvígang. Fyrir frammistöðu sína fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Þetta er önnur tían sem Elín Klara fær en hún fékk einnig tíu fyrir frammistöðuna í öðrum leiknum gegn Fram, tíu í sóknar-, varnar- og heildareinkunn. Hún fékk 9,88 fyrir fyrri leikinn gegn Fram og 7,13 fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV. Í leikjunum fjórum í úrslitakeppninni hefur Elín Klara skorað samtals 42 mörk, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Skotnýtingin er ekkert slor, eða 66,7 prósent. Elín Klara hefur tekið 25 víti í úrslitakeppninni og skorað úr 21 þeirra. Þá er hún með þrettán stoðsendingar, níu vítasendingar og hefur fiskað fimm víti. Hún er ennfremur með 26 löglegar stöðvanir og hefur stolið boltanum fimm sinnum. Elín Klara í úrslitakeppninni Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5 Elín Klara og stöllur hennar í Haukum fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta þar ÍBV í þriðja leik liðanna. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Haukar unnu dramatískan sigur á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í framlengingu í gær, 25-24. Hafnfirðingar jöfnuðu þar metin í einvígi liðanna í undanúrslitunum, 1-1. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og unnu svo Íslandsmeistara Fram í sex liða úrslitum, 2-0. Elín Klara skoraði sigurmark Hauka í seinni leiknum gegn Frömmurum með frábæru langskoti. Elín Klara var frábær í leiknum í gær eins og hún hefur verið í allri úrslitakeppninni. Hún skoraði tólf mörk, gaf þrjár stoðsendingar, gaf þrjár vítasendingar og fiskaði eitt víti. Þá var hún með sex löglegar stöðvanir í vörninni og stal boltanum í tvígang. Fyrir frammistöðu sína fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Þetta er önnur tían sem Elín Klara fær en hún fékk einnig tíu fyrir frammistöðuna í öðrum leiknum gegn Fram, tíu í sóknar-, varnar- og heildareinkunn. Hún fékk 9,88 fyrir fyrri leikinn gegn Fram og 7,13 fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV. Í leikjunum fjórum í úrslitakeppninni hefur Elín Klara skorað samtals 42 mörk, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Skotnýtingin er ekkert slor, eða 66,7 prósent. Elín Klara hefur tekið 25 víti í úrslitakeppninni og skorað úr 21 þeirra. Þá er hún með þrettán stoðsendingar, níu vítasendingar og hefur fiskað fimm víti. Hún er ennfremur með 26 löglegar stöðvanir og hefur stolið boltanum fimm sinnum. Elín Klara í úrslitakeppninni Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5 Elín Klara og stöllur hennar í Haukum fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta þar ÍBV í þriðja leik liðanna. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5
Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita