Markviss eyðilegging menntakerfisins? Gauti Kristmannsson skrifar 2. maí 2023 12:00 Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Gauti Kristmannsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun