Allt öðruvísi leið fyrir stelpurnar okkar á næsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:00 Íslenska landsliðið hefur átt fast sæti á EM frá 2009 og var með í Englandi í fyrra, þar sem liðið tapaði ekki leik en féll þó út í riðlakeppninni eftir þrjú jafntefli. VÍSIR/VILHELM Nú þegar dregið hefur verið í riðla í fyrstu útgáfu Þjóðadeildar kvenna í fótbolta, sem leikin verður í haust, er orðið skýrara hvað Ísland þarf að gera til að komast aftur á stórmót. UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar.
Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann