Juventus og Atalanta með með mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 18:19 Dusan Vlahovic skoraði fyrir Juventus í dag. Vísir/Getty Juventus tyllti sér í annað sæti Serie A eftir 2-1 sigur á Lecce í dag. Þá er Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Spezia. Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B. Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B.
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira