„Hann sveik dálítið liðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 15:01 Daníel Matthíasson og félagar í FH eru lentir 1-0 undir og næsti leikur er út í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31. ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV? Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV?
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira