„Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2023 20:01 Mæðgurnar Ástrós og Judite Guðbjörg geta ekki hugsað sér að hundurinn Bjartur verði tekinn af heimilinu. Vísir/Dúi „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. Líkt og greint var frá á Vísi í vikunni berst Ástrós Una nú fyrir því að fá að halda hundinum Bjarti, en systir hennar, Arndís Halla, var eigandi hans. Hún lést fyrir fjórum árum. Ástrós og dætur hennar tóku við Bjarti eftir að Arndís lést, og býr fjölskyldan nú í fjölbýlishúsi á Akranesi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heimsóttum við Bjart og fjölskyldu. Innslagið má sjá hér að neðan. Samkvæmt núverandi löggjöf þurfa tveir þriðju eigenda íbúða í fjölbýli að samþykkja hunda eða kattahald, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós hefur fengið þetta samþykki hjá íbúum í hennar stigagangi, en íbúar sem búa í öðrum stigagangi hafa kvartað yfir hundinum og borið fyrir sig að sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins. Enginn borið fyrir sig ofnæmi né ónæði Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Ástrós segist ekki vita ástæðu þess að sumir nágranna hennar séu svo mikið á móti því að hundurinn sé í húsinu, enda noti hann aldrei innganginn i kjallaranum og ekkert ónæði sé af honum. Sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins sem hundurinn Bjartur notast aldrei við. Vísir/Dúi „Það hefur enginn talað um ofnæmi, enginn talað um ónæði og meira að segja fólk sem býr með mér í stigaganginum hefur spurt mig „er hann hjá þér núna, við verðum ekkert vör við hann?,“ segir Ástrós. Mæðgurnar segjast ekki geta hugsað sér að Bjartur fari af heimilinu og að það myndi bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát Arndísar hefur haft í för með sér. „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir Judite Guðbjörg, dóttir Ástrósar. „Að koma heim og hafa ekki einhvern stökkvandi á móti manni.“ Þetta er algjör draumahundur. Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra. Dýr Akranes Hundar Tengdar fréttir Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í vikunni berst Ástrós Una nú fyrir því að fá að halda hundinum Bjarti, en systir hennar, Arndís Halla, var eigandi hans. Hún lést fyrir fjórum árum. Ástrós og dætur hennar tóku við Bjarti eftir að Arndís lést, og býr fjölskyldan nú í fjölbýlishúsi á Akranesi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heimsóttum við Bjart og fjölskyldu. Innslagið má sjá hér að neðan. Samkvæmt núverandi löggjöf þurfa tveir þriðju eigenda íbúða í fjölbýli að samþykkja hunda eða kattahald, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós hefur fengið þetta samþykki hjá íbúum í hennar stigagangi, en íbúar sem búa í öðrum stigagangi hafa kvartað yfir hundinum og borið fyrir sig að sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins. Enginn borið fyrir sig ofnæmi né ónæði Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Ástrós segist ekki vita ástæðu þess að sumir nágranna hennar séu svo mikið á móti því að hundurinn sé í húsinu, enda noti hann aldrei innganginn i kjallaranum og ekkert ónæði sé af honum. Sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins sem hundurinn Bjartur notast aldrei við. Vísir/Dúi „Það hefur enginn talað um ofnæmi, enginn talað um ónæði og meira að segja fólk sem býr með mér í stigaganginum hefur spurt mig „er hann hjá þér núna, við verðum ekkert vör við hann?,“ segir Ástrós. Mæðgurnar segjast ekki geta hugsað sér að Bjartur fari af heimilinu og að það myndi bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát Arndísar hefur haft í för með sér. „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir Judite Guðbjörg, dóttir Ástrósar. „Að koma heim og hafa ekki einhvern stökkvandi á móti manni.“ Þetta er algjör draumahundur. Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra.
Dýr Akranes Hundar Tengdar fréttir Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13
Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17