Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2023 12:27 Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, segir að félagið leiti allra leiða annarra en að bera fólk út. Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira